Orka í þágu þjóðar
Metafkoma og árangur í loftslagsmálum
Árið 2023 var besta rekstrarár í tæplega 60 ára sögu Landsvirkjunar. Hagnaður af grunnrekstri jókst um 19% frá árinu áður og fjárhagsstaða fyrirtækisins hefur aldrei verið betri. Rekstur aflstöðva gekk vel, þrátt fyrir krefjandi aðstæður í vatnsbúskap fyrirtækisins.
Losun okkar á gróðurhúsalofttegundum var áfram með þeirri minnstu sem þekkist í raforkuvinnslu í heiminum og því má segja að reksturinn hafi verið einkar farsæll á árinu, bæði fjárhagslega og með tilliti til loftslagsmála.
Ársskýrslan okkar er viðamikil umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins. Hún er gefin út í samræmi við sjálfbærnistaðalinn GRI og er því um leið sjálfbærniskýrsla, enda er sjálfbærni kjarni í rekstri fyrirtækisins.
Lykiltölur
Raforkuvinnsla
0TWstHagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði
$0m19%Forðuð losun vegna raforkuvinnslu
0m. tonn1%CO2 -íg
Kolefnisspor á orkueiningu
0g22%CO2-íg/kWst
Rekstrartekjur
$0m8%Heildarlosun á orkueiningu
0g7%CO2-íg/kWst
Ávörp forstjóra og stjórnarformanns
Leiðarljós brautryðjendanna
Nú árið 2024, þegar enn eitt framúrskarandi rekstrarár Landsvirkjunar er gert upp, verða hundrað ár liðin frá fæðingu fyrsta stjórnarformanns fyrirtækisins, Jóhannesar Nordal, en hann lést 5. mars 2023.
Jóhannes var ein af driffjöðrunum í vegferð íslensku þjóðarinnar til athafnafrelsis, atvinnuuppbyggingar og verðmætasköpunar á 20. öldinni, þegar horfið var frá kotbúskap fyrri alda og grunnur lagður að nútímasamfélagi.
Besta rekstrarár frá stofnun Landsvirkjunar
Árið 2023 var besta rekstrarár í tæplega 60 ára sögu Landsvirkjunar. Hagnaður af grunnrekstri jókst um 19% frá árinu 2022, sem þó var metár.
Fjárhagsstaða fyrirtækisins hefur aldrei verið betri, eiginfjárhlutfall er hærra en nokkru sinni fyrr og hlutfall skulda af rekstrarhagnaði er jafn lágt eða lægra en gengur og gerist hjá öðrum orkufyrirtækjum á Norðurlöndunum sem við berum okkur saman við.
Lykiltölur
Heildareignir
$0m7%Kolefnisspor
0þ. tonn22%CO2-íg
Nettó skuldir
$0m18%Eigið fé
$0m3%Efnahagslegt framlag
$0m50%Fjöldi starfsfólks
013%
Helstu fréttir ársins
13 milljónir til samfélagsverkefna
42 umsækjendur hlutu samtals 13 milljónir króna úr Samfélagssjóði Landsvirkjunar árið 2023.
Umhverfisstofnun áformar að veita heimild vegna Hvammsvirkjunar
Umhverfisstofnun kynnti áform um að veita heimild til breytinga á vatnshloti í Þjórsá vegna Hvammsvirkjuna
Landsvirkjun er umhverfisfyrirtæki ársins 2023
Samtök atvinnulífsins veittu Landsvirkjun umhverfisverðlaun samtakanna við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins í Hörpu.
Skerðing til fiskimjölsverksmiðja, fiskþurrkana og gagnavera
Grípa þurfti til takmörkunar á afhendingu víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja og fiskþurrkana, auk gagnavera sem stunda rafmyntagröft.
Fyrirtæki skapa virðiskeðju vetnis
Landsvirkjun og Linde ákváðu að starfa með tveimur fyrirtækjum, N1 og Olís, að uppbyggingu virðiskeðju græns vetnis á Íslandi.
Getum bætt nýtni raforku um allt að 8%
Skýrsla um tækifæri til bættrar orkunýtni á Íslandi, unnin af ráðgjafarstofunni Implement kom út í lok nóvember.
S&P Global Ratings hækkar lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar
Matsfyrirtækið S&P Global Ratings hækkaði lánshæfismat Landsvirkjunar um einn flokk, í A- úr BBB+, með stöðugum horfum.
Útflutningsbanni endanlega aflétt
AIB aflétti endanlega útflutningsbanni á íslenskum upprunaábyrgðum sem staðfesta að raforka sé unnin með endurnýjanlegum orkugjöfum.
Jafnrétti er ákvörðun
Landsvirkjun fékk viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis Félags kvenna í atvinnulífinu, sem veitt var á ráðstefnu FKA þann 12. október.
Loftslagsmál snúast um græna orku
Haustfundur Landsvirkjunar árið 2023 var haldinn fyrir fullum sal á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 11. október.
Atlantsorka bætist í hóp heildsöluviðskiptavina
Atlantsorka skrifaði undir samning við Landsvirkjun og bættist því í hóp heildsölufyrirtækja í viðskiptum við fyrirtækið.
UBA afléttir innflutningsbanni á íslenskar upprunaábyrgðir
UBA, Umhverfisstofnun Þýskalands, aflétti banni við innflutningi upprunaábyrgða frá Íslandi til Þýskalands.
Landsvirkjun flytur í Katrínartún
Landsvirkjun flutti höfuðstöðvar sínar tímabundið að Katrínartúni 2 í Reykjavík vegna myglu í húsnæðinu að Háaleitisbraut 68.
Nýtt gagnaver atNorth semur um raforkukaup
Landsvirkjun mun sjá nýju gagnaveri atNorth á Akureyri fyrir raforku, samkvæmt nýjum orkusamningi til 5 ára.
Horfur á lánshæfi Landsvirkjunar hækkaðar í jákvæðar
S&P Global Ratings breytti horfum á lánshæfi Landsvirkjunar úr stöðugum í jákvæðar og staðfesti BBB+ lánshæfiseinkunn fyrirtækisins.
Ákvörðun um veitingu virkjanaleyfis felld úr gildi
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi ákvörðun Orkustofnunar um veitingu virkjanaleyfis fyrir Hvammsvirkjun.
Fremst í loftslagsmálum í Evrópu
Annað árið í röð sat Landsvirkjun á lista Financial Times yfir þau evrópsku fyrirtæki sem hafa lækkað losun á framleiðslueiningu hvað mest.
AIB afléttir útflutningsbanni á upprunaábyrgðum
Stjórn AIB, ákvað að aflétta útflutningsbanni á íslenskum upprunaábyrgðum frá og með föstudeginum 2. júní.
AIB bannar útflutning á upprunaábyrgðum frá Íslandi
AIB, Evrópsk samtök útgefenda upprunaábyrgða, bönnuðu í byrjun maí útflutning upprunaábyrgða raforku frá Íslandi.
Landsvirkjun og Linde þróa rafeldsneytisverkefni
Landsvirkjun og Linde skrifuðu undir samstarfssamning um þróun grænna vetnis- og rafeldsneytisverkefna.
Vefur Landsvirkjunar tilnefndur til verðlauna
Vefurinn landsvirkjun.is er tilnefndur til íslensku vefverðlaunanna sem fyrirtækjavefur ársins í flokki stærri fyrirtækja árið 2022.
Þörf á aukinni orkuvinnslu
Ársfundur Landsvirkjunar árið 2023 fór fram í Silfurbergi í Hörpu þriðjudaginn 7. mars kl. 14. Yfirskrift fundarins var Grunnur grænna samfélags.
Könnun um áhrif endurnýjanlegrar orku á ferðamenn á Íslandi
Gallup vann könnun fyrir Landsvirkjun um áhrif endurnýjanlegrar orku á ferðamenn á Íslandi haustið 2022.
Besta afkoma sögunnar – tillaga um 20 milljarða arð
Ársreikningur 2023 sýndi betri afkomu en nokkru sinni fyrr í sögu Landsvirkjunar.
38 styrkþegar deila 67 milljónum
Úthlutað var úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar í upphafi febrúar.
Landsvirkjun stefnir að raforkusölu til GeoSalmo
Landsvirkjun og GeoSalmo undirrituðu skilmálayfirlýsingu fyrir raforkusölu til laxeldisfyrirtækisins.
Eygló vermir Austurland
Samstarfsverkefnið Eygló sem byggist á grunni hringrásarhagkerfis, orkuskipta og nýsköpunar á Austurlandi, var sett á laggirnar,