Erlend starfsemi

Framtíðarsýn okkar hjá Landsvirkjun er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku. Hún er í samræmi við markmið flestra þjóða heims, sem vinna ötullega að orkuskiptum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum.

Erlend starfsemi fyrir sjálfbæran heim

Vefur Landsvirkjunar Power

Með erlendri starfsemi viljum við hjá Landsvirkjun styðja orkuskiptavegferð þjóða á norðurslóðum með því að flytja út þá eftirsóttu þekkingu og reynslu sem við höfum af þróun og rekstri vatnsafls- og jarðvarmavirkjana. Auk loftslagsáhrifa hefur uppbygging raforkuvinnslu úr endurnýjanlegum orkugjöfum jákvæð áhrif á samfélag og efnahagslíf.

Starfsemi Landsvirkjunar á Íslandi verður ávallt í forgangi og gerðar verða sömu kröfur í starfsemi erlendis og við gerum hér heima um arðsemi, áhættu, sjálfbærni, umhverfismál og siðferði.

Norðurslóðir í forgrunni

Þróunarverkefni og fjárfestingar sem tengjast vatnsafli, vindorku og jarðvarma verða í forgangi í erlendri starfsemi Landsvirkjunar. Slík verkefni á norðurslóðum, sér í lagi í Kanada og á Grænlandi, verða í forgrunni.

Ávinningur Landsvirkjunar

Erlend starfsemi gefur okkur tækifæri til að vaxa á nýjum mörkuðum, auka virði fyrirtækisins og hækka arðgreiðslur til lengri tíma, minnka safnáhættu, afla tengsla og þekkingar sem nýst geta á Íslandi og laða að framúrskarandi starfsfólk þar sem vinnustaðurinn verður áhugaverðari og alþjóðlegri.