Erlend starfsemi fyrir sjálfbæran heim
Með erlendri starfsemi viljum við hjá Landsvirkjun styðja orkuskiptavegferð þjóða á norðurslóðum með því að flytja út þá eftirsóttu þekkingu og reynslu sem við höfum af þróun og rekstri vatnsafls- og jarðvarmavirkjana. Auk loftslagsáhrifa hefur uppbygging raforkuvinnslu úr endurnýjanlegum orkugjöfum jákvæð áhrif á samfélag og efnahagslíf.
Starfsemi Landsvirkjunar á Íslandi verður ávallt í forgangi og gerðar verða sömu kröfur í starfsemi erlendis og við gerum hér heima um arðsemi, áhættu, sjálfbærni, umhverfismál og siðferði.