Stefnan okkar

Framtíðarsýn okkar er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku.

Hlutverk okkar er að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi.

Stefnumið

Fyrirmynd í auðlindanýtingu og orkuvinnslu

Við nýtum vatnsafl og jarðvarma með sjálfbærni, hagkvæmni og öryggi í fyrirrúmi.

Við stígum næstu skref í beislun vindorku á sama hátt.

Stefnumið

Framsækinn og eftirsóttur vinnustaður

Við stöndum vörð um vellíðan starfsfólks, þekkingu þess og jafnrétti.

Við eflum liðsheild, starfsánægju og skemmtilega menningu.

Stefnumið

Forysta í loftslags- og umhverfismálum

Við berum virðingu fyrir náttúrunni.

Við leikum lykilhlutverk í orkuskiptum á Íslandi og leggjum okkar af mörkum fyrir kolefnishlutlausan heim.

Stefnumið

Fyrirmynd í opnum samskiptum og samvinnu

Við eigum í góðum og virkum samskiptum við alla sem starfsemi okkar snertir.

Við erum góður granni og sækjumst eftir samstarfi í nærsamfélaginu.

Stefnumið

Fjölbreytt viðskipti og framúrskarandi þjónusta

Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar að aukinni verðmætasköpun.

Við hugum að grænni framtíð með nýsköpun og þróum ný tækifæri.

Innri stefnur vísa veginn

Auk stefnunnar okkar hér fyrir ofan hefur stjórn fyrirtækisins samþykkt fjöldann allan af innri stefnum sem vísa veginn í þeim fjölbreyttu viðfangsefnum sem starfsfólk Landsvirkjunar fæst við.

Einnig erum við með siðareglur fyrir starfsfólk okkar og birgja og einnig starfsreglur fyrir stjórn Landsvirkjunar og ýmsar mikilvægar nefndir.