Með efnanotkun er átt við notkun á varasömum efnum, eins og þau eru skilgreind í lögum og reglugerðum. Þau eru notuð á verkstæðum, til þrifa, til viðhalds á búnaði, til rannsókna, við jarðboranir og aðrar framkvæmdir.
Varasöm efni geta haft neikvæð áhrif á umhverfið, heilsu manna og dýra og mengað vistkerfi.
Efnin eru skaðleg ef þau berast út í umhverfið. Því er áhætta falin í flutningi þeirra, geymslu og notkun. Hætta getur einnig skapast við eldsvoða og ef afgöngum er ekki fargað á viðeigandi hátt.
Til að draga úr þessum áhrifum eru öll varasöm efni merkt og þeim fylgja upplýsingar um skaðleg áhrif þeirra, þá skráum notkun efnanna og reynum að nota sem minnst af þeim. Við söfnum spilliefnum og skilum til viðurkenndra aðila, höfum skýrt verklag um flutning, notkun og geymslu þeirra og fræðum starfsfólk um efnanotkun.