Orkulind sem endurnýjar sig stöðugt þó af henni sé tekið
Háhitasvæði eru tengd heitum kvikuhólfum og innskotum í gosbeltinu. Vatn á yfirborðinu seytlar niður í jörðina. Á háhitasvæðunum berst það niður að kvikuhólfunum, hitnar og leitar upp að yfirborði.
Vökvinn sem kemur upp um háhitaborholur er blanda af sjóðandi vatni og gufu.
Gufan er notuð til að knýja hverfla sem umbreyta varmaorku gufunnar í rafmagn. Að því loknu þéttist gufan í vatn sem er veitt aftur niður í jörðina og inn í hringrás vatnsins.