Samtal og samráð

Við leggjum rækt við samráð og samtal

Áhersla fyrirtækja á samráð og samtal eykst ár frá ári. Það á við um Landsvirkjun jafnt sem önnur stórfyrirtæki. Kynningar og samráð eru nú sjálfsagður hluti af öllum stærri framkvæmdum og við hjá Landsvirkjun viljum vera í fararbroddi á þessu sviði.

Við ætlum að hlusta, sýna samkennd og bregðast við því sem sagt er til að tryggja að samfélagsleg sátt ríki um starfsemi fyrirtækisins.

Hvammsvirkjun er nýjasta stórframkvæmd Landsvirkjunar sem er í bígerð. Við undirbúning hennar hafa verið haldnir fjöldi samráðs- og kynningarfunda með hagaðilum nær og fjær. Við leituðum til óháðra sérfræðinga um álitamál og miðlum niðurstöðum þeirra á heimasíðu framkvæmdarinnar. Við útbjuggum líka myndir og myndbönd sem sýna á sjónrænan hátt hvernig Hvammsvirkjun mun koma fyrir sjónir að verki loknu.

Samráðs- og kynningarferlið vegna Hvammsvirkjunar er vísir að sniðmáti fyrir allar stærri framkvæmdir Landsvirkjunar í nánustu framtíð. Við munum líka þróa ferlið og aðlaga, og nýta það í smærri framkvæmdum þegar á við. Þannig ætlum við að stuðla að sátt og samlyndi við fólk, náttúru og umhverfi.

Við erum hluti af nærsamfélaginu

Skoða fréttabréf starfssvæða

Landsvirkjun vill láta gott af sér leiða í nærsamfélagi aflstöðva og taka virkan þátt í því. Nærsamfélagið gegnir líka lykilhlutverki fyrir aflstöðvarnar, því þar finnast hendurnar sem vinna verkin. Þær tilheyra jafnt starfsfólki Landsvirkjunar, verktökum eða öðrum þjónustuaðilum sem eru mikilvægir hlekkir í rekstri stöðvanna. Ekki má heldur gleyma þeim sem gegna þeim stoðhlutverkum sem eru forsenda blómlegs atvinnulífs. Án þeirra fengi starfsemi Landsvirkjunar ekki þrifist.

Á öllum starfssvæðum Landsvirkjunar starfa verkefnisstjórar sem hafa það hlutverk að vera tengiliðir okkar við nærsamfélögin. Tengiliðirnir sinna margvíslegum verkefnum, t.a.m. vegna samfélagsverkefna Landsvirkjunar.

Jafnframt halda þeir utan um útgáfu á fréttabréfum sem birt eru í staðarmiðlum, beita sér fyrir innkaupum á vörum og þjónustu á nærsvæðum aflstöðva, halda utan um heimsóknir skólahópa og margt fleira í þeim dúr.

Verkefnisstjórar

Landsvirkjun hvetur öll þau sem hafa góða hugmynd eða vilja koma ábendingum á framfæri að setja sig í samband við verkefnisstjóra viðkomandi nærsamfélags. Þú getur smellt á nafn hvers og eins til að senda viðkomandi verkefnisstjóra tölvupóst.

Verkefnisstjórar

Landsvirkjun hvetur öll þau sem hafa góða hugmynd eða vilja koma ábendingum á framfæri að setja sig í samband við verkefnisstjóra viðkomandi nærsamfélags. Þú getur smellt á nafn hvers og eins til að senda viðkomandi verkefnisstjóra tölvupóst.

Mývatnssvæði

Hildur Vésteinsdóttir

Mývatnssvæðið tekur til jarðhitavirkjana í Bjarnarflagi, Kröflu og á Þeistareykjum.

Blöndusvæði

Guðmundur Ögmundsson

Blöndusvæði tilheyra Blöndustöð í Húnabyggð og Laxárstöðvar í Þingeyjarsveit.

Þjórsár- og Sogssvæði

Guðmundur Finnbogason

Virkjanir á Þjórsársvæði nýta rennsli í Þjórsá og Tungnaá og á Sogssvæði rennsli úr Þingvallavatni.

Fljótsdalsstöð

Árni Óðinsson

Fljótsdalsstöð er eina aflstöð Landsvirkjunar á Austurlandi og sú stærsta á Íslandi.