Störf í boði

Hér getur þú sótt um starf hjá Landsvirkjun eða sent inn almenna umsókn.

Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.

Mannauðurinn gegnir lykilhlutverki í vegferð okkar í orku- og loftslagsmálum og við vinnum eftir öflugri mannauðs- og jafnréttisstefnu.

Lausar stöður

  • Við leitum að sérfræðingi í viðhaldsstjórnun til að ganga til liðs við teymi eignastýringar á sviði vatnsafls. Teymið leggur áherslu á stöðugar umbætur og framþróun og kappkostar að orkumannvirkin okkar skili hlutverki sínu. Verkefnin eru fjölbreytt og fela í sér náið samstarf á sviði viðhaldsstjórnunar með öllum aflstöðvum Landsvirkjunar.

    Helstu verkefni

    • Rekstur viðhaldskerfis Landsvirkjunar
    • Þátttaka í framþróun á ástandsstýrðu viðhaldi og stöðlun á verklagi
    • Umsjón með tæknigögnum og kóðun búnaðar
    • Greining á virkni viðhaldskerfis og áreiðanleika búnaðar
    • Þróun lykilmælikvarða

    Hæfni

    • Grunnháskólanám á sviði verkfræði eða tæknifræði eða sambærileg menntun
    • Haldgóð reynsla og þekking sem nýtist í starfi
    • Reynsla og þekking í viðhaldsfræðum
    • Lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
    • Drifkraftur, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

    • Umsóknarfrestur frá: 14.03.2025
    • Umsóknarfrestur til: 30.03.2025
    • Hafa samband: Þóra María ( mannaudur@landsvirkjun.is)
  • Viltu þróa spennandi tækifæri erlendis?

    Landsvirkjun þróar og fjárfestir í endurnýjanlegri raforkuvinnslu á erlendri grundu. Með því viljum við flytja út og efla íslenskt hugvit, auka kraft okkar í baráttunni við loftslagsbreytingar og skapa verðmæti fyrir íslensku þjóðina. Norðurslóðir eru í forgrunni hjá okkur og þar eru mörg áhugaverð verkefni í undirbúningi.

    Við leitum að kraftmiklum forstöðumanni til að leiða deild erlendra verkefna. Deildin, sem er á sviði Viðskiptaþróunar og nýsköpunar, mun þróa og sjá um verkefni sem tengjast nýjum orkumörkuðum utan Íslands, svo sem í Kanada og á Grænlandi.

    Helstu verkefni:

    • að stýra teymi um þróun og umsjón verkefna á sviði endurnýjanlegrar orkuvinnslu erlendis og leiða samstarf sem þeim tengist
    • að uppfæra og innleiða verklag, ferla og kerfi sem styðja erlenda starfsemi
    • að stýra samskiptum við innri og ytri hagaðila sem tengjast erlendri starfsemi

    Þekking og hæfni:

    • reynsla af því að þróa og hafa umsjón með orkuverkefnum af því tagi sem um ræðir
    • hagnýt þekking og framhaldsnám í raunvísindum, viðskiptum, fjármálum eða öðru sem nýtist í starfi
    • öflugir stjórnunar- og samskiptahæfileikar á íslensku og ensku
    • samstarfsvilji, lausnamiðuð hugsun og vaxtarviðhorf
    • sköpunargleði og skipulagshæfni 

    • Umsóknarfrestur frá: 14.03.2025
    • Umsóknarfrestur til: 31.03.2025
    • Hafa samband: jensina@vinnvinn.is, mannaudur@landsvirkjun.is
  • Ert þú samningaséní?

    Nú fer í hönd eitt mesta framkvæmdatímabil í sögu Landsvirkjunar, enda þarf að afla orku fyrir orkuskipti og almenna þörf samfélagsins á komandi árum. Við leitum að úrræðagóðum, sjálfstæðum og drífandi einstaklingi til að ganga til liðs við innkaupateymið okkar sem starfar með hagkvæmni og gæði að leiðarljósi. Í starfinu reynir á gagnrýna hugsun, skipulögð vinnubrögð og lausnamiðaða nálgun. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi og felast meðal annars í því að veita samstarfsfólki ráðgjöf og leiða framkvæmd innkaupa. Teymið vinnur þétt saman, en starfar líka með starfsfólki vítt og breitt um landið.

    Helstu verkefni:

    • að leiða verðkannanir, útboð og markaðskannanir
    • að framkvæma innkaup og koma á samningum
    • að bæta skilvirkni og hagkvæmni við innkaup
    • áframhaldandi þróun á stafrænum ferlum innkaupa

    Hæfni og þekking:

    • háskólamenntun sem nýtist í starfi
    • reynsla af opinberum innkaupum, gerð útboðsgagna, rekstri samninga og samningagerð er kostur
    • þekking á veitureglugerð og á samningsskilmálum eins og IST-30 og FIDIC er kostur
    • framúrskarandi samskiptahæfni og vilji og geta til að vinna í teymi
    • þekking og reynsla á rekstri miðlægra samninga

    Fyrirspurnir má senda á netfangið mannaudur@landsvirkjun.is

    • Umsóknarfrestur frá: 18.03.2025
    • Umsóknarfrestur til: 02.04.2025
    • Hafa samband: Anna Rut Þráinsdóttir (mannaudur@landsvirkjun.is)
  • Við leitum að leiðtoga í mötuneyti okkar við Laxárstöðvar til að hafa yfirumsjón með og skipuleggja daglegan rekstur mötuneytisins. Viðkomandi ber ábyrgð á matargerð, framreiðslu og innkaupum vegna reksturs mötuneytisins. Einnig felst í starfinu umsjón með flokkun og skráningu úrgangs frá mötuneytinu og að sjá um ræstingar í húsnæði þess.  

    Hæfni:

    • Menntun á sviði matreiðslu
    • Þekking á næringarfræði
    • Reynsla af sambærilegum rekstri æskileg
    • Lipurð í mannlegum samskiptum og leiðtogafærni
    • Frumkvæði, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
    • Þekking á innra eftirliti með hliðsjón af GÁMES

    • Umsóknarfrestur frá: 19.03.2025
    • Umsóknarfrestur til: 30.03.2025
    • Hafa samband: Þóra María, mannaudur@landsvirkjun.is
  • Framtíðarsýn okkar hjá Landsvirkjun er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku. Endurnýjanlega orkan kemur meðal annars frá aflstöðvum okkar á Sogssvæði.

    Nú óskum við eftir liðsauka í öflugt teymi starfsfólks á Sogssvæði, þar sem við rekum þrjár vatnsaflsstöðvar: Írafossstöð, Ljósafossstöð og Steingrímsstöð. Starfið er fjölbreytt og spennandi en verkefni fela í sér viðhald, eftirlit og rekstur aflstöðva og veitumannvirkja á svæðinu ásamt því að sjá um ástandsmælingar og greiningar á raf- og vélbúnaði.

    Unnið er í dagvinnu.

    Hæfni:

    • Menntun á véla- og/eða rafmagnssviði.
    • Þekking á viðhaldi búnaðar; véla-, vökva- og rafkerfa.
    • Þekking á loftkerfum, teikningalestri og stjórnkerfum er kostur.
    • Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum.
    • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til að tileinka sér nýjungar.
    • Góð tölvukunnátta.

    • Umsóknarfrestur frá: 19.03.2025
    • Umsóknarfrestur til: 26.03.2025
    • Hafa samband: Þóra María (mannaudur@landsvirkjun.is)
  • Nú er verk að vinna

    Nú fer í hönd eitt mesta framkvæmdatímabil í sögu Landsvirkjunar, enda þarf að afla orku fyrir orkuskipti og almenna þörf samfélagsins á komandi árum. Við leitum að einstaklingum í hlutverk sérfræðinga til að veita faglega forystu við þróun og uppbyggingu á verkfærakistu verkefnastjóra framkvæmdasviðs, með skilvirkni og árangur að leiðarljósi.

    Deildin hefur það hlutverk að skilgreina og innleiða vinnulag og tæknilausnir sem stuðla að framúrskarandi stýringu framkvæmdaverkefna. Þá leiðir deildin verkefnaskrá endurbótaverkefna, frá eignastýringu yfir í framkvæmd.

    Helstu verkefni:

    • ber ábyrgð á þróun og eftirfylgni verkefnaskrár endurbótaverkefna
    • þróar og stuðlar að samræmdu verklagi við verkefnastjórnun, þvert á svið og deildir
    • leiðir og tekur þátt í umbótaverkefnum
    • aðstoðar við greiningu á mannaflaþörf og leiðir samræmingu innan sviðsins
    • tekur þátt í þróun á mælaborðum, s.s. Power BI, sem styðja við starfsemina

    Hæfni og þekking:

    • háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem verkfræði
    • þekking og reynsla af verkefnastjórnun, IPMA vottun er kostur
    • þekking á gæðastjórnun og áhættustjórnun
    • mjög góð tölvu- og hugbúnaðarfærni
    • leiðtogahæfni, lipurð í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

    Fyrirspurnir má senda á netfangið mannaudur@landsvirkjun.is

    • Umsóknarfrestur frá: 25.03.2025
    • Umsóknarfrestur til: 06.04.2025
    • Hafa samband: Anna Rut Þráinsdóttir (mannaudur@landsvirkjun.is)
  • Nú er verk að vinna

    Nú fer í hönd eitt mesta framkvæmdatímabil í sögu Landsvirkjunar, enda þarf að afla orku fyrir orkuskipti og almenna þörf samfélagsins á komandi árum. Við leitum að einstaklingum í hlutverk sérfræðinga til að veita faglega forystu við þróun og uppbyggingu á verkfærakistu verkefnastjóra framkvæmdasviðs, með skilvirkni og árangur að leiðarljósi.

    Deildin hefur það hlutverk að skilgreina og innleiða vinnulag og tæknilausnir sem stuðla að framúrskarandi stýringu framkvæmdaverkefna. Þá leiðir deildin verkefnaskrá endurbótaverkefna, frá eignastýringu yfir í framkvæmd.

    Helstu verkefni:

    • innleiðing tæknilausna og verkfæra til að auka skilvirkni og árangur í verkefnastjórnun
    • greining, úrvinnsla og miðlun gagna til að styðja við framgang og umbætur í nýframkvæmdaverkefnum
    • stuðningur við uppbyggingu og rekstur verkefnavefs fyrir skjalagögn nýframkvæmda

    Hæfni og þekking:

    • háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem verkfræði
    • þekking á verkefnastjórnun og áhugi á að stuðla að skilvirku verklagi
    • þekking á tæknilausnum fyrir verkefnastýringu
    • mjög góð tölvu- og hugbúnaðarfærni
    • samskiptahæfni, skipulagsfærni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

    Fyrirspurnir má senda á netfangið mannaudur@landsvirkjun.is

    • Umsóknarfrestur frá: 25.03.2025
    • Umsóknarfrestur til: 06.04.2025
    • Hafa samband: Anna Rut Þráinsdóttir (mannaudur@landsvirkjun.is)
  • Tækifæri fyrir sjálfbæran heim

    Nýsköpun er lykillinn að verðmætasköpun, bættri nýtingu og minni losun í orkukerfi þjóðarinnar. Við sjáum tækifæri í sjálfbærri verðmætasköpun, sveigjanlegra orkukerfi, bættri nýtingu auðlinda og orkuskiptum. Við könnum tækifæri á markvissan hátt, metum fýsileika þeirra, forgangsröðum þeim og þróum valin verkefni áfram.

    Við leitum að markaðsþenkjandi einstaklingi til að starfa með okkur í deild viðskiptaþróunar. Nýsköpunarstjórinn hefur brennandi áhuga á að hrinda í framkvæmd viðskiptatengdum þróunarverkefnum. Í starfinu reynir á reynslu og áhuga á markaðsgreiningum og fjármálum nýsköpunarverkefna. Við leitum að skipulögðum og kraftmiklum einstaklingi sem hefur ánægju af uppbyggilegum samskiptum við fjölbreytta hagaðila og samstarfsaðila innan- og utanlands.

    Helstu verkefni:

    • greining og þróun nýrra viðskiptatengdra nýsköpunartækifæra í samræmi við áherslur viðskiptaþróunar
    • gerð markaðsgreininga og mat á fýsileika verkefna
    • fjölbreytt samskipti á íslensku og ensku, þ.m.t. kynningar, fundir og tölvupóstsamskipti við mögulega viðskiptavini, samstarfsaðila og hagsmunaaðila

    Hæfni og þekking:

    • háskólamenntun sem nýtist í starfi
    • reynsla af viðskiptaþróun eða verkefnastjórnun
    • skilningur á fjármálum og reynsla af nýsköpun

    Fyrirspurnir má senda á netfangið mannaudur@landsvirkjun.is

    • Umsóknarfrestur frá: 25.03.2025
    • Umsóknarfrestur til: 06.04.2025
    • Hafa samband: jensina@vinnvinn.is, mannaudur@landsvirkjun.is

Almenn umsókn

  • Landsvirkjun leggur áherslu á að vera í fararbroddi sem vinnustaður fyrir framúrskarandi starfsfólk. Hjá fyrirtækinu starfar traustur hópur starfsfólks með býr yfir fjölbreyttri reynslu og þekkingu.

    Viljir þú slást í hóp starfsfólks Landsvirkjunar getur þú hér sett inn almenna umsókn um starf hjá Landsvirkjun.

    Athugið að almenn umsókn kemur ekki í stað umsóknar um auglýst störf. Við hvetjum þig til að fylgjast áfram með auglýstum störfum og sækja um ef þú uppfyllir skilyrði um menntun og hæfni.

Persónuverndar­stefna

Lesa persónuverndarstefnu fyrir umsækjendur

Landsvirkjun er umhugað um öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með innan fyrirtækisins.

Þess vegna höfum sett okkur sérstaka persónuverndarstefnu fyrir umsækjendur um störf.

Hún segir meðal annars til um hvaða persónuupplýsingum við söfnum, hvers vegna, hversu lengi upplýsingarnar eru varðveittar, hvert þeim kann að vera miðlað og hvernig við tryggjum öryggi þeirra.