Störf í boði

Hér getur þú sótt um starf hjá Landsvirkjun eða sent inn almenna umsókn.

Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.

Mannauðurinn gegnir lykilhlutverki í vegferð okkar í orku- og loftslagsmálum og við vinnum eftir öflugri mannauðs- og jafnréttisstefnu.

Lausar stöður

  • Stafræn líkön fyrir orkuvinnslu framtíðarinnar

    Við hjá Landsvirkjun nýtum upplýsingatækni og stafrænar lausnir á borð við BIM-líkanagerð í okkar framkvæmdaverkefnum. Við óskum eftir að ráða öflugan einstakling með brennandi áhuga á hagnýtingu BIM og upplýsingatækni. Sérfræðingur í BIM-líkanagerð stýrir þróun verklags og nýtingu stafrænna upplýsinga í hönnunar- og framkvæmdaverkefnum. Starfið felur meðal annars í sér að útbúa og samræma kröfulýsingar fyrir BIM verkefni, auk þess vinna að frekari þróun og notkun á 3D skönnun. Starfið er á sviði framkvæmda og eru verkefni unnin í nánu samstarfi við önnur svið.  

    Þekking og hæfni:

    • menntun sem nýtist í starfi, svo sem byggingarfræði, tækniteiknun eða upplýsingatækni í mannvirkjagerð 
    • reynsla af BIM og verkefnastjórnun er æskileg, kostur ef hún tengist framkvæmdum  
    • færni í mannlegum samskiptum, teymisvinnu og samstarfi við ólíka aðila  
    • skipulagshæfni og lausnamiðað hugarfar  

    • Umsóknarfrestur frá: 15.11.2024
    • Umsóknarfrestur til: 24.11.2024
    • Hafa samband: mnnaudur@landsvirkjun.is

Almenn umsókn

  • Landsvirkjun leggur áherslu á að vera í fararbroddi sem vinnustaður fyrir framúrskarandi starfsfólk. Hjá fyrirtækinu starfar traustur hópur starfsfólks með býr yfir fjölbreyttri reynslu og þekkingu.

    Viljir þú slást í hóp starfsfólks Landsvirkjunar getur þú hér sett inn almenna umsókn um starf hjá Landsvirkjun.

    Athugið að almenn umsókn kemur ekki í stað umsóknar um auglýst störf. Við hvetjum þig til að fylgjast áfram með auglýstum störfum og sækja um ef þú uppfyllir skilyrði um menntun og hæfni.

    • Umsóknarfrestur frá: 01.01.2024
    • Umsóknarfrestur til: 31.12.2024
    • Hafa samband: Mannauður og menning (mannaudur@landsvirkjun.is)

Persónuverndar­stefna

Lesa persónuverndarstefnu fyrir umsækjendur

Landsvirkjun er umhugað um öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með innan fyrirtækisins.

Þess vegna höfum sett okkur sérstaka persónuverndarstefnu fyrir umsækjendur um störf.

Hún segir meðal annars til um hvaða persónuupplýsingum við söfnum, hvers vegna, hversu lengi upplýsingarnar eru varðveittar, hvert þeim kann að vera miðlað og hvernig við tryggjum öryggi þeirra.