Óskum eftir að ráða rekstrarstjóra á Þjórsársvæði sem hefur umsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu-, starfsmanna- og íbúðarhúsnæðis á svæðinu.
Rekstrarstjóri annast undirbúning rekstrar- og framkvæmdaáætlana og ber ábyrgð á samningagerð og eftirliti með kostnaði vegna húsnæðisins. Viðkomandi hefur einnig umsjón með þjónustu sem snýr að starfsfólki á svæðinu svo sem fræðslu, mötuneyti, gistingu og samgöngum.
Við óskum eftir leiðtoga sem vill starfa á framsæknum vinnustað og styðja við metnaðarfullt starfsumhverfi.
Hæfni:
- Háskólanám sem nýtist í starfi, svo sem verkfræði,viðskiptafræði eða rekstrarfræði
- Leiðtogafærni, reynsla af stjórnun, rekstri og uppbyggingu teyma
- Framúrskarandi samskiptafærni
- Umbótahugsun, jákvæðni og framsýni
Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf sem rökstyður hæfni umsækjanda í starfið.
- Umsóknarfrestur frá: 21.02.2025
- Umsóknarfrestur til: 06.03.2025
- Hafa samband: Þóra María, (mannaudur@landsvirkjun.is)