Stjórn

Stjórn Landsvirkjunar er samkvæmt lögum um Landsvirkjun skipuð af fjármálaráðherra á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn skal fyrir lok aprílmánaðar ár hvert. Hún ber ábyrgð á fjármálum og rekstri fyrirtækisins.

Stjórn Landsvirkjunar ræður forstjóra sem veitir fyrirtækinu forstöðu. Forstjóri er Hörður Arnarson. Stjórn og forstjóri fara með stjórn fyrirtækisins. Stjórn setur sér starfsreglur í samræmi við sjöttu grein laga um Landsvirkjun.

Núverandi stjórn var skipuð á aðalfundi fyrirtækisins þann 14. apríl 2025.

Stjórn

  • Brynja Baldursdóttir, formaður stjórnar
  • Berglind Ásgeirsdóttir
  • Hörður Þórhallsson
  • Sigurður Magnús Garðarsson
  • Þórdís Ingadóttir

Varamenn

  • Agni Ásgeirsson
  • Björn Ingimarsson
  • Elva Rakel Jónsdóttir
  • Eggert Benedikt Guðmundsson
  • Stefanía Nindel