Öryggisstjórar
Tveir öryggisstjórar eru starfandi hjá Landsvirkjun, öryggisstjóri rekstrar og öryggisstjóri framkvæmda. Þeir sjá um heildarstjórn öryggismála og stefnumótun.
Öryggisverðir
Öryggisverðir eru á öllum starfssvæðum Landsvirkjunar. Þeir fylgjast með því að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi samræmist lögum og reglum, í samvinnu við öryggistrúnaðarmann.
Öryggistrúnaðarmenn
Öryggistrúnaðarmenn eru starfandi á öllum starfssvæðum Landsvirkjunar. Öryggistrúnaðarmaður er fulltrúi starfsfólks í öryggismálum og fylgist með því að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi samræmist lögum og reglum. Hann hefur eftirlitshlutverk, gætir að þjálfun og fræðslu og fylgir eftir skráningu á fyrirbyggjandi þáttum og slysum.
Verkefnastjóri öryggis og heilsu
Verkefnastjóri öryggis og heilsu starfar á Þjórsársvæði og vinnur ásamt öryggisverði og öryggistrúnaðarmanni svæðisins að því að tryggja að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi séu í samræmi við lög og reglur.