Hlutverk og ábyrgð
Meginhlutverk NLV er tvíþætt – annars vegar skipuleggur hún neyðarstjórnun fyrirtækisins, en í henni felst m.a. að hafa umsjón með viðbragðsáætlunum, æfingum, þjálfun, endurskoðun og samræmingu á verklagi í vá. Hins vegar stýrir hún aðgerðum og viðbrögðum í vá, ásamt vettvangsstjórum.
Forstjóri ber ábyrgð á neyðarstjórninni og sér um að skipa hana. Framkvæmdastjóri Vatnsafls er formaður NLV og ber hann ábyrgð á starfi stjórnarinnar í umboði forstjóra.