Níu fyrirbyggjandi reglur
Reglur til lífsbjargar skulu alltaf viðhafðar þegar unnið er að verkefnum sem innihalda einhvern af þeim hættuflokkum sem reglurnar taka til.
Þær eru byggðar á stærstu áhættuþáttum Landsvirkjunar og þeim varnarlögum sem vitað er að virka gagnvart þeim. Samráð var haft við öryggistrúnaðarmenn, öryggisverði og öryggisnefnd Landsvirkjunar við gerð reglnanna.
Hættuflokkarnir eru:
- Vinna á eða við vatn
- Vinna við hífingar
- Óbeisluð orka
- Vinna við rafmagn
- Vélbúnaður í gangi
- Heitt vatn/gufa og H2S gas
- Vinna í hættulegu lokuðu rými
- Vinna í hæð yfir 2m
- Akstur