Innkaup

Innkaupadeildin okkar sér um innkaup, framkvæmd útboða og samningagerð. Hér má meðal annars finna upplýsingar um útboðsvef, opnunarfundargerðir og niðurstöður útboða auk ýmissa gagna fyrir birgja. Landsvirkjun auglýsir innkaupaferli á útboðsvefur.is.

Landsvirkjun heyrir undir veitutilskipunina og fylgir lögum og reglum um opinber innkaup, sem tryggir gagnsæi, jafnræði og skilvirkni í öllum innkaupum.

Hafðu samband!

Ef eitthvað er óljóst og þig vantar frekari upplýsingar getur þú haft samband við okkur í innkaup@landsvirkjun.is.

Útboðsvefur

Á útboðsvefnum okkar getur þú nálgast upplýsingar um öll auglýst útboð, verðfyrirspurnir og markaðskannanir sem eru í gangi hverju sinni.

Við hvetjum áhugasama aðila til að skrá sig sem notanda á útboðsvefnum okkar til að fá aðgang að gögnum. Athugið að skráning á útboðsvefnum er nauðsynleg til þátttöku í innkaupaferli.

Útboð og niðurstöður

Á vefnum okkar getur þú nálgast upplýsingar um tilboð sem bárust í auglýst útboð og verðfyrirspurnir.

Þegar við höfum farið yfir innsend gögn birtum við niðurstöður fyrir neðan opnunarfundargerðina.

Upplýsingar fyrir birgja

Við hjá Landsvirkjun gerum ríkulegar kröfur til þeirra birgja og þjónustuaðila sem vinna fyrir fyrirtækið.

Hér fyrir neðan getur þú nálgast mikilvæg gögn sem lýsa kröfum okkar til birgja varðandi öryggismál og umhverfismál, auk siðareglna:

Innkaupastefna

Með innkaupastefnunni okkar leggjum við grunn að hagkvæmum og ábyrgum innkaupum fyrirtækisins.

Það er stefna Landsvirkjunar að framkvæmd innkaupa í aðfangakeðju okkar sé með ábyrgum hætti þannig að hún sé samræmd, gagnsæ, rekjanleiki sé til staðar og að hagkvæmni sé gætt í hvívetna.