Innkaupastefna

Núgildandi innkaupastefna var samþykkt af stjórn Landsvirkjunar í desember 2021.

Tilgangur

Tilgangur með innkaupastefnu Landsvirkjunar er að leggja grunn að hagkvæmum og ábyrgum innkaupum fyrirtækisins.

Innkaupastefna

Það er stefna Landsvirkjunar að framkvæmd innkaupa í aðfangakeðju okkar sé með ábyrgum hætti þannig að hún sé samræmd, gagnsæ, rekjanleiki sé til staðar og að hagkvæmni sé gætt í hvívetna.

Áhersla er lögð á að:

  1. Innkaup séu í samræmi við lög og reglur sem gilda um fyrirtækið
  2. Við innkaup og rekstur innkaupasamninga sé fylgt öðrum stefnum og markmiðum fyrirtækisins, má þar helst nefna stefnur um loftslags- og umhverfmál og vistvæn innkaup, öryggi-, heilsu- og vinnuverndarmál og samfélagsmál.
  3. Gott siðferði í viðskiptum, að siðareglum birgja sé framfylgt í samstarfi við birgja og ákvæðum um keðjuábyrgð sé beitt í innkaupasamningum.