Fjölmiðlatorg

Á fjölmiðlatorgi Landsvirkjunar getur þú fundið grunnupplýsingar um fyrirtækið, helstu tengiliði, upplýsingar um samfélagsmiðla, myndir og merki í prentupplausn og ýmislegt fleira gagnlegt.

Samskipti og upplýsingamiðlun

Við höldum utan um samskipti við fjölmiðla og þjónustum þau sem vilja nálgast upplýsingar um fyrirtækið. Sendu okkur tölvupóst og við svörum eins fljótt og kostur er!

Forstöðumaður

Þóra Arnórsdóttir

Þóra sér um samræmingu meginskilaboða, samskipti við fjölmiðla og ráðgjöf við ​stjórnendur​.

Upplýsingafulltrúi

Ragnhildur Sverrisdóttir

Ragnhildur svarar fyrirspurnum og miðlar upplýsingum um starfsemi Landsvirkjunar til almennings og fjölmiðla.

Sérfræðingur

Ívar Páll Jónsson

Ívar ritstýrir ársskýrslu Landsvirkjunar og hefur umsjón með annarri skýrslu- og textagerð innan fyrirtækisins.

Sérfræðingur

Eva Eiríksdóttir

Eva sér um markaðsefni, auglýsingar og vörumerkið Landsvirkjun.

Vefstjóri

Arnar Snæberg Jónsson

Arnar ber ábyrgð á rekstri, viðhaldi og ritstjórn innri og ytri vefja Landsvirkjunar.

Sérfræðingur

Alda Ægisdóttir

Alda hefur yfirumsjón með gestastofum og sér um verkefni tengd viðburðahaldi, vef og samfélagsmiðlum.

Landsvirkjun í hnotskurn

Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar. Við vinnum rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum; vatnsafli, jarðvarma og vindi. Við rekum samtals 19 aflstöðvar - fimmtán vatnsaflsstöðvar, þrjár jarðvarmastöðvar og tvær vindmyllur í rannsóknarskyni - á fimm starfssvæðum víðs vegar um land.

Í stefnu Landsvirkjunar kemur fram að framtíðarsýn fyrirtækisins er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku. Hlutverk okkar er að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi.

Við vinnum stærstan hluta allrar raforku á Íslandi, eða yfir 70%. Um 85% orkunnar sem við framleiðum eru seld á stórnotendamarkaði, en 15% á heildsölumarkaði.

Á hverju ári gefum við út ítarlega ársskýrslu sem inniheldur yfirgripsmikla umfjöllun um rekstur og starfsemi fyrirtækisins. Þar er hægt að nálgast ýmsar lykiltölur og gagnlegar upplýsingar um helstu verkefni okkar, rekstur og starfsemi.

Skráning á póstlista

Skráðu þig á póstlista Landsvirkjunar. Við sendum reglulega út tölvupósta um viðburði og orkumál auk nýjustu frétta af fyrirtækinu.

Samfélagsmiðlar

Við hjá Landsvirkjun leitumst við að miðla fjölbreyttu, fróðlegu og skemmtilegu efni á samfélagsmiðlum okkar.

Þú getur fylgt okkur á eftirfarandi miðlum: