Persónuverndarstefna

Núgildandi persónuverndarstefna var samþykkt af stjórn Landsvirkjunar í október 2021.

Inngangur

Landsvirkjun hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með innan félagsins.

Sérstök áhersla er lögð á persónuupplýsingar sem unnið er með innan félagsins, s.s. um starfsmenn fyrirtækisins og um um sækjendur um störf hjá fyrirtækinu.

Persónuverndarstefna

Persónuverndarstefnan á PDF

Það er stefna Landsvirkjunar að uppfylla í hvívetna persónuverndarlög og tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með innan félagsins. Þeir starfsmenn fyrirtækisins sem vinna með persónuupplýsingar hafa greiðan aðgang að greinargóðum leiðbeiningum sem og beinan aðgang að persónuverndarfulltrúa fyrirtækisins.

Landsvirkjun setur sér einnig skýrar verklagsreglur sem útlista rétt viðbrögð ef öryggisbrestur verður við meðferð persónuupplýsinga sem og reglur um rafræna vöktun fyrirtækisins. Markmiðið er ávallt örugg vinnsla persónuupplýsinga.