Komdu í heimsókn
Við bjóðum upp á áhugaverða heimsóknarmöguleika - stórskemmtilega orkusýningu í Ljósafossstöð, gestastofu í Kröflu sem veitir innsýn í vinnslu jarðvarma á Íslandi og leiðsögn um mikilfengleg mannvirki við Kárahnjúka.

Orkusýning í Ljósafossstöð
Á gagnvirkri orkusýningu Landsvirkjunar í Ljósafossstöð geta gestir á öllum aldri skyggnst inn í undraverðan heim raforkunnar og leyst orku úr læðingi með eigin þyngd, styrk og afli.
Fjölbreytt og fræðandi sýningaratriði veita orkuboltum á öllum aldri tækifæri til að safna saman rafeindum, dæla úr lónum, fanga vindinn og lýsa upp heiminn á 120 árum.


Gestastofan í Kröflu
Gestastofan í Kröflu veitir gestum fræðandi innsýn í jarðfræði á svæðinu, hvernig vinna má raforku úr jarðvarma, sögu jarðvarmans á Íslandi og tækifærum sem tengjast honum.
Áhugaverð og fræðandi sýning sem veitir gestum innsýn inn í undraheim jarðvarmans.

Leiðsögn um Kárahnjúka
Kárahnjúkavirkjun er stærsta vatnsaflsvirkjun landsins (690 MW). Stíflan við Hafrahvammagljúfur er hæsta grjótstífla í Evrópu og hægt að keyra og ganga yfir hana.
Landsvirkjun býður upp á leiðsögn við Kárahnjúka í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð yfir sumartímann. Landverðir Vatnajökulsþjóðgarðs taka á móti gestum við bílastæðið við Kárahnjúkastíflu og bjóða upp á reglulega leiðsögn á hálftíma fresti (kynning á heilum og hálfum tíma) og segja gestum frá framkvæmdum og náttúrunni.
