Umhverfisfyrirtæki ársins 2023
Samtök atvinnulífsins veittu Landsvirkjun umhverfisverðlaun samtakanna árið 2023. Slík viðurkenning er okkur afar dýrmæt. Hún staðfestir að við erum á réttri braut og að metnaður okkar er sýnilegur í aðgerðum og vinnubrögðum þvert á fyrirtækið.
Í rökstuðningi dómnefndar segir:
„Landsvirkjun fer með umsjón mikilvægra náttúruauðlinda landsins og gerir það á ábyrgan og auðmjúkan hátt. Lögð er áhersla á að þekkja umhverfisáhrif starfseminnar, draga úr þeim og koma í veg fyrir frávik. Fyrirtækið hefur verið með vottað umhverfisstjórnunarkerfi í hátt í 20 ár og hefur sýnt framsýni og forystu þegar kemur að útgáfu og birtingu umhverfisupplýsinga og aðgerða. Lögð er áhersla á að hámarka verðmæti þeirra auðlinda sem fyrirtækinu er falið með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Þannig hefur fyrirtækið markvisst innleitt sjálfbæra nýtingu í starfsemi sína, hámarkað nýtni og dregið úr úrgangi og losun tengdri starfsemi sinni.“