Hæsta einkunn í loftslagsmálum
Landsvirkjun fær A í einkunn fyrir stýringu eigin loftslagsáhrifa og afleiðinga loftslagsbreytinga á starfsemi fyrirtækisins árið 2023 hjá alþjóðlegu samtökunum CDP. Þetta er annað árið í röð sem Landsvirkjun fær hæstu einkunn en 2021 fékk orkufyrirtæki þjóðarinnar einkunnina A-, þá fyrst íslenskra fyrirtækja til að ná svo góðum árangri. Einkunnin A þýðir að Landsvirkjun telst til leiðandi fyrirtækja í loftslagsmálum á heimsvísu.