Losun vegna orkuvinnslu undir markmiði aðgerðaáætlunar
Losunin vegna orkuvinnslu er undir markmiði uppfærðrar aðgerðaáætlunar okkar í loftslags- og umhverfismálum, um að losun vegna orkuvinnslu verði undir 4 CO2-ígildum fram til 2030. Við höfum sett okkur markmið um að losunin verði undir 1 CO2-ígildi á hverja unna kWst árið 2050.
Heildarlosun frá allri starfsemi fyrirtækisins á orkueiningu á síðasta ári nam 4,9 grömmum CO2-ígilda á hverja unna kWst og jókst hún um 4% á milli ára. Heildarlosun á orkueiningu er undir viðmiði samtakanna Science Based Targets initiative (SBTi) til ársins 2040 fyrir orkufyrirtæki sem stuðla að því að hlýnun jarðar haldist innan 1,5°C frá upphafi iðnbyltingar, 9,1 gCO2-íg/kWst. Orkufyrirtæki geta talist kolefnishlutlaus ef losun er undir því viðmiði, kaupi þau kolefniseiningar fyrir þeirri losun sem eftir stendur.
Losun vegna eldsneytisnotkunar bíla og tækja jókst lítillega á milli ára. Við vinnum áfram markvisst að orkuskiptum í bíla- og tækjaflotanum með rafvæðingu og notkun vetnismeðhöndlaðrar lífolíu í stað dísilolíu þar sem rafvæðing er ekki enn orðin möguleg. Notkun lífolíu jókst um 20% á milli ára.