Hvað er upprunaábyrgð?
Upprunaábyrgð felur í sér upplýsingar um hvar, hvenær og hvernig ein megavattstund (MWst) af endurnýjanlegri raforku var unnin. Þar með staðfestir upprunaábyrgð að tiltekið magn raforku hafi verið unnið með endurnýjanlegum orkugjöfum.
Því má segja að endurnýjanlegir orkugjafar gefi af sér tvær aðskildar vörur, fyrst raforkuna og í beinu framhaldi upprunaábyrgðir.