Með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi
Framtíðarsýn okkar er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku.
Hlutverk okkar er að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi.

Við leikum lykilhlutverk í orkuskiptum á Íslandi og leggjum okkar af mörkum fyrir kolefnishlutlausan heim. Við hugum að grænni framtíð með nýsköpun og þróum ný tækifæri.