Heildsölumarkaðurinn

Heildsölumarkaður raforku

Heildsölumarkaður raforku er vettvangur viðskipta með raforku á milli raforkusala.

Landsvirkjun selur ekki rafmagn beint til heimila eða smærri fyrirtækja heldur á heildsölumarkaði til sölufyrirtækja, sem selja það áfram til endanotenda. Um 2 TWst eða 15% af rafmagnssölu Landsvirkjunar fer fram með þessum hætti.

Hlutdeild Landsvirkjunar á heildsölumarkaði er breytileg milli ára.

Raforkukerfið

Á árinu 2003 voru sett ný raforkulög nr. 65/2003, en markmið laganna er að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi og taka lögin til vinnslu, flutnings, dreifingar og viðskipta með raforku. Lögunum er m.a. ætlað að skapa forsendur fyrir samkeppni í vinnslu og viðskiptum með raforku.

Fyrirtæki sem eru viðskiptavinir okkar á heildsölumarkaði eru níu talsins:

Sum þessara fyrirtækja vinna einnig rafmagn í eigin aflstöðvum.

Tilkoma skipulegs markaðar með raforku á Íslandi hefur haft mótandi áhrif á sölu Landsvirkjunar í heildsölu. Landsvirkjun vinnur að því að auka framboð inn á raforkumarkað í stað eldra sölufyrirkomulags þar sem raforka var seld með beinum hætti til viðskiptavina. Raforkumarkaður í dag nær ekki yfir allar þær vörur sem kaupendur þurfa á að halda til að mæta álagi.

Tengiliðir