Heildsölumarkaður raforku
Heildsölumarkaður raforku er vettvangur viðskipta með raforku á milli raforkusala.
Landsvirkjun selur ekki rafmagn beint til heimila eða smærri fyrirtækja heldur á heildsölumarkaði til sölufyrirtækja, sem selja það áfram til endanotenda. Um 2 TWst eða 15% af rafmagnssölu Landsvirkjunar fer fram með þessum hætti.
Hlutdeild Landsvirkjunar á heildsölumarkaði er breytileg milli ára.