Verðskrá endurspeglar kostnað
Við leggjum áherslu á að verðskrá endurspegli kostnað og að vöruframboð skapi hvata til betri nýtingar auðlindarinnar.
Einnig endurspeglar verðskrá framboð og eftirspurn hverju sinni.
Rafmagn er verðlagt út frá föstum og breytilegum kostnaði við raforkuvinnslu fyrirtækisins. Þar sem við vinnum einungis raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum, sem krefjast mikillar fjárfestingar í upphafi, er fastur kostnaður stór hluti af heildarkostnaði.
Hátt hlutfall fasts kostnaðar af heildarkostnaði gerir það að verkum að raforkuverð á Íslandi er stöðugt, sérstaklega í samanburði við orkumarkaði sem stjórnast af eldsneytisverðum, svo sem á meginlandi Evrópu og í Skandinavíu.