Þróun meðalverðs heildsölusamninga
Á línuritinu hér fyrir neðan má sjá þróun á meðalverði á heildsölusamningum okkar frá árinu 2006, á verðlagi ársins 2023. Raforkuverð Landsvirkjunar eru háð aðstæðum hverju sinni, en innrennsli í uppistöðulón og spurn eftir raforku hafa megináhrif til skemmri tíma. Ákvarðanir um fjárfestingu í raforkukerfinu, þ.e. í aukinni raforkuvinnslu og flutningsgetu, munu hafa ráðandi áhrif á verðþróun raforku til lengri tíma.