Öll fimm skrefin á öllum starfssvæðum
Starfsstöðvar okkar á Mývatnssvæði, Sogssvæði, Þjórsársvæði og í Fljótsdal stóðust endurúttekt Grænna skrefa nú í marsmánuði 2024, en Landsvirkjun hefur verið þátttakandi í verkefninu síðan 2015 og er með öll fimm skrefin á öllum starfssvæðum.
Grænu skrefin eru fimm og hvert skref inniheldur 20-40 aðgerðir til að innleiða grænan rekstur. Aðgerðunum í hverju skrefi er skipt í sjö flokka sem ná yfir helstu umhverfisþætti í skrifstofurekstri. Til að standast úttekt þarf að uppfylla a.m.k. 90% aðgerða í hverju skrefi.
Fyrsta úttekt Grænna skrefa í Fljótsdalsstöð var gerð árið 2021 og hefur síðan þá verið unnið stöðugt að því að bæta umhverfisstarfið. Í endurúttektinni núna var ýmsum þáttum í starfseminni hrósað, m.a. endurnýtingu hluta og meðhöndlun úrgangs.