Ný stjórn
Fjármála- og efnahagsráðherra gerði tillögu um aðalmenn og varamenn í stjórn Landsvirkjunar, í samræmi við reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í ríkisfyrirtækjum. Nýr formaður stjórnar er Brynja Baldursdóttir. Aðrir stjórnarmenn eru Berglind Ásgeirsdóttir, Sigurður Magnús Garðarsson, Hörður Þórhallsson og Þórdís Ingadóttir.
Varamenn í stjórn Landsvirkjunar eru Agni Ásgeirsson, Björn Ingimarsson, Elva Rakel Jónsdóttir, Eggert Benedikt Guðmundsson og Stefanía Nindel.
Landsvirkjun þakkar fráfarandi stjórnarfólki góð störf í þágu orkufyrirtækis þjóðarinnar.
Aðalfundurinn staðfesti skýrslu fráfarandi stjórnar og reikning fyrir liðið reikningsár, auk þess að samþykkja tillögu stjórnar um arðgreiðslu til eigenda. Arðgreiðslur Landsvirkjunar eru ákveðnar á grundvelli arðgreiðslustefnu fyrirtækisins.
Deloitte ehf. var kosið endurskoðunarfyrirtæki Landsvirkjunar. Auður Þórisdóttir endurskoðandi, var kjörin utanaðkomandi nefndarmaður í endurskoðunarnefnd fyrirtækisins.