Ábyrg nýting auðlinda
3,3 g
CO₂-íg/kWst á ári
Hringrásarhugsun er sífellt að aukast á Íslandi. Hingað til hefur almennt verið lögð áhersla á endurvinnslu úrgangs en nú er ljóst að hringrásarhagkerfið tekur til fleiri og stærri þátta. Slíkt hagkerfi byggir aðallega á tvennu. Annarsvegar að lágmarka notkun auðlinda og hins vegar að viðhalda verðmætum þeirra auðlinda sem teknar eru í notkun eins lengi og mögulegt er.
Framtíðarsýn Landsvirkjunar er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku. Losun okkar er 3,3 g CO₂-íg/kWst á ári, sem er með því lægsta sem þekkist í heiminum. Iðnaður sem er knúinn grænni, endurnýjanlegri orku hefur lægra kolefnisspor á vörum og þjónustu. Slíkur iðnaður leiðir af sér minni notkun á jarðefnaeldsneyti, bætta nýtingu auðlinda og er mikilvægur vettvangur fyrir nýsköpun, vitundarvakningu og aukna verðmætasköpun.