Landsvirkjun fær Sjálfbærniásinn

05.09.2024Samfélag
Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri (t.h.) tók á móti Sjálfbærniásnum, ásamt Jónu Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra samfélags og umhverfis (t.v.) og Maríu Kjartansdóttur, sérfræðingi hjá stefnumótun og sjálfbærni.
Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri (t.h.) tók á móti Sjálfbærniásnum, ásamt Jónu Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra samfélags og umhverfis (t.v.) og Maríu Kjartansdóttur, sérfræðingi hjá stefnumótun og sjálfbærni.

Fremst opinberra fyrirtækja í sjálfbærnimálum að mati neytenda

Vefur Sjálfbærniássins

Við fengum Sjálfbærniásinn, fyrir að vera efst opinberra fyrirtækja í könnun á viðhorfi neytenda til frammistöðu atvinnulífsins í sjálfbærnimálum. Kristín Linda aðstoðarforstjóri tók við viðurkenningunni fyrir hönd Landsvirkjunar, ásamt Jónu Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra samfélags og umhverfis (t.v.) og Maríu Kjartansdóttur, sérfræðingi hjá stefnumótun og sjálfbærni.

Sjálfbærniásinn er nýr samræmdur mælikvarði sem mælir viðhorf íslenskra neytenda til frammistöðu fyrirtækja í sjálfbærnimálum og gerir samanburð á stöðu og þróun á mörkuðum.

Rannsóknarfyrirtækið Prósent, ráðgjafafyrirtækið Langbrók og stjórnendafélagið Stjórnvísi standa að Sjálfbærniásnum, en markmið hans er m.a. að hvetja íslensk fyrirtæki og stofnanir til þess að leggja enn meiri áherslu á sjálfbærni og miðla upplýsingum um verk sín, auk þess að auka vitund neytenda um mikilvægi sjálfbærni og hvernig þeir geti haft áhrif með kauphegðun sinni.