Helstu kröfur til verktaka
- Áhættumat: Verktakar bera ábyrgð á því að útfæra og skila inn áhættumati fyrir öll verk sem þeir sinna. Þar skal koma fram hvaða hættur fylgja verkinu og hvaða ráðstafanir eru gerðar til að lágmarka áhættu. Áhættumat skal vera í samræmi við öryggiskröfur Landsvirkjunar og þau lög og reglugerðir sem um það gilda.
- Öryggisfræðsla og þjálfun: Allt starfsfólk verktaka skal sækja rafrænt öryggis-, heilsu- og umhverfisnámskeið Landsvirkjunar í þjálfunarkerfi SSG.
- Notkun persónuhlífa og búnaðar: Allir verktakar og starfsfólk þeirra skulu nota viðeigandi persónuhlífar í samræmi við áhættumat og gildandi reglur, svo sem hjálma, öryggisgleraugu, heyrnarhlífar og hlífðarfatnað.
- Skráning atvika og tilkynningar: Öll slys, næstum-slys og önnur öryggisatvik skulu vera skráð. Alvarleg atvik skulu tafarlaust tilkynnt til Landsvirkjunar.
- Verkleyfi: Verktakar þurfa að afla verkleyfis áður en vinna hefst í aflstöðvum Landsvirkjunar eða á öðrum rekstrarsvæðum. Í umsókn um verkleyfi skal vera lýsing á verki, áhættumat og listi yfir starfsfólk.
- Brunavarnir og skyndihjálp: Verktakar bera ábyrgð á því að brunavarnir og neyðaráætlun séu til staðar fyrir þau verk sem þeir sinna. Nauðsynlegur neyðarbúnaður á borð við sjúkrakassa og hjartastuðtæki skal vera tiltækur og yfirfarinn reglulega.