Áhættustýring í síbreytilegu umhverfi
Áhættustýring er nauðsynlegur þáttur í rekstri og virðisaukningu okkar, enda er áhætta samofin starfsemi fyrirtækisins.
Stjórn Landsvirkjunar setur heildstæða stefnu áhættustýringar og byggir hún á eftirfarandi þáttum:
- Að áhætta sé skilgreind og uppruni hennar þekktur
- Að notaðar séu viðurkenndar aðferðir til mælingar á áhættu
- Að virkt eftirlit með áhættuþáttum sé tryggt
- Að stjórnun á áhættu sé með ábyrgum hætti
- Að upplýsingagjöf til áhættustjórnar og stjórnar sé regluleg og ítarleg
Meginflokkar áhættu fyrirtækisins eru á sviði stefnumótunar, fjárhags, rekstrar og hlítingar.