Áhættustefna

Núgildandi áhættustefna var samþykkt af stjórn Landsvirkjunar í mars 2023.

Tilgangur áhættustefnu

Tilgangur með áhættustefnu Landsvirkjunar er að stuðla að skipulagðri greiningu og meðhöndlun áhættu í samræmi við áhættuvilja stjórnar.

Stefnan er sett af stjórn fyrirtækisins að fenginni tillögu frá forstjóra.

Áhættustefna

Það er stefna Landsvirkjunar að áhættustýring sé samofin menningu og athöfnum allra sem koma að rekstri og uppbyggingu fyrirtækisins, í þeim tilgangi að tryggja árangursríkan, stöðugan og ábyrgan rekstur.

Áhersla er lögð á:

  • Stefnur fyrirtækisins, markmið og áætlanir gangi eftir
  • Eignir fyrirtækisins séu varðar með viðunandi hætti
  • Komið sé í veg fyrir alvarleg slys á fólki
  • Rekstur fyrirtækisins sé án umhverfisatvika
  • Upplýsingar séu aðgengilegar, viðeigandi og réttar
  • Starfsfólk starfi í samræmi við stefnur, reglur, verklagsreglur og áætlanir og virði lög, reglugerðir og tilmæli sem gilda um starfsemina

Áhættustefnan á PDF

Áhættustýring

Við höfum komið okkur upp formlegu ferli áhættustýringar til að draga fram þá þætti sem mestu máli skipta. Stjórnendur og starfsfólk auðkennir þar fjárhagslega og ófjárhagslega áhættu félagsins og leggur mat á mikilvægi hennar.