Stjórn

Stjórn Landsvirkjunar er samkvæmt lögum um Landsvirkjun skipuð af fjármálaráðherra á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn skal fyrir lok aprílmánaðar ár hvert. Hún ber ábyrgð á fjármálum og rekstri fyrirtækisins.

Stjórn Landsvirkjunar ræður forstjóra sem veitir fyrirtækinu forstöðu. Forstjóri er Hörður Arnarson. Stjórn og forstjóri fara með stjórn fyrirtækisins. Stjórn setur sér starfsreglur í samræmi við sjöttu grein laga um Landsvirkjun.

Núverandi stjórn var skipuð á aðalfundi fyrirtækisins þann 30. apríl 2024.

 • Formaður stjórnar

  Jón Björn Hákonarson

 • Varaformaður

  Jens Garðar Helgason

 • Stjórnarmaður

  Álfheiður Ingadóttir

 • Stjórnarmaður

  Gunnar Tryggvason

 • Stjórnarmaður

  Soffía Björk Guðmundsdóttir

Varamenn í stjórn

 • Lilja Einarsdóttir
 • Halldór Karl Högnason
 • Ragnar Óskarsson
 • Sigurjón Þórðarson
 • Albertína Friðbjörg Elíasdóttir