Varamenn í stjórn
- Lilja Einarsdóttir
- Ragnar Óskarsson
- Halldór Karl Högnason
- Sigurjón Þórðarson
- Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
Stjórn Landsvirkjunar er samkvæmt lögum um Landsvirkjun skipuð af fjármálaráðherra á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn skal fyrir lok aprílmánaðar ár hvert. Hún ber ábyrgð á fjármálum og rekstri fyrirtækisins.
Stjórn Landsvirkjunar ræður forstjóra sem veitir fyrirtækinu forstöðu. Forstjóri er Hörður Arnarson. Stjórn og forstjóri fara með stjórn fyrirtækisins. Stjórn setur sér starfsreglur í samræmi við sjöttu grein laga um Landsvirkjun.
Núverandi stjórn var skipuð á aðalfundi fyrirtækisins þann 30. apríl 2024.
Jón Björn er fæddur 1973 og býr á Norðfirði í Fjarðabyggð. Hann var fyrst skipaður í stjórn árið 2014 og var varaformaður Landsvirkjunar í fimm ár á tímabilinu 2014-24. Hann er oddviti Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Fjarðabyggðar og er forseti hennar. Jón Björn hefur einnig gegnt embættum bæjarfulltrúa, varaformanns bæjarráðs og bæjarstjóra í störfum sínum fyrir bæinn síðan 2010.
Jens Garðar er fæddur 1976 og býr á Eskifirði. Hann var skipaður í stjórn Landsvirkjunar árið 2024 og er varaformaður stjórnar. Jens Garðar stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands árin 1997 – 2000 og er með Executive MBA gráðu frá Norwegian School of Economics. Hann er aðstoðarforstjóri Kaldvíkur hf. Áður var hann forstjóri Laxa fiskeldis ehf og þar áður framkvæmdastjóri Fiskimiða ehf.
Álfheiður er fædd árið 1951 og er til heimilis í Reykjavík. Hún var skipuð í stjórn Landsvirkjunar 2014, en sat áður í stjórn fyrir hönd Reykjavíkurborgar árin 2003-6. Álfheiður er líffræðingur og situr í varastjórn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Hún var alþingismaður fyrir VG 2007-13, heilbrigðisráðherra 2009-10 og formaður þingflokks VG 2012-13.
Gunnar er fæddur 1969 og býr í Reykjavík. Hann var skipaður í stjórn Landsvirkjunar 2018. Gunnar er verkfræðingur, B.Sc. í rafmagnsverkfræði og M.Sc. í raforkuverkfræði. Hann er hafnarstjóri hjá Faxaflóahöfnum. Áður starfaði hann sem Senior Manager hjá KPMG á árunum 2009-18. Þar áður starfaði Gunnar í fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og sem fjármálastjóri Enex hf.
Soffía Björk er fædd árið 1962 og býr í Reykjavík. Hún var skipuð í stjórn 2022. Soffía er viðskiptafræðingur og er með B.Sc. í efnafræði, M.Sc. í umhverfisverkfræði og MBA frá háskólanum í Oxford. Hún starfar sem framkvæmdastjóri PAME, alþjóðaskrifstofu á vegum Norðurskautsráðsins. Einnig er hún stundakennari í heimskautarétti við lagadeild Háskólans á Akureyri.