Samningur til fimm ára um allt að 5 MW
Landsvirkjun mun sjá nýju gagnaveri atNorth á Akureyri fyrir raforku, samkvæmt nýjum orkusamningi sem gildir frá 1. júní sl. Samningurinn er til 5 ára og tryggir atNorth allt að 5 MW af raforku.
Fyrirtækin hafa jafnframt gert 2 ára skerðanlegan samning um kaup atNorth á allt að 10 MW , en sá samningur fer minnkandi eftir því sem forgangsorkusamningurinn stækkar.
atNorth hefur verið viðskiptavinur Landsvirkjunar um árabil, en hér á landi rekur fyrirtækið einnig gagnaver í Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Framkvæmdir við gagnaverið á Akureyri hófust um mitt síðasta ár og formleg vígsla þess var 9. júní sl. Gagnaverið er í 2.500 fermetra byggingu með möguleika til frekari stækkunar.