Jákvætt viðhorf erlendra ferðamanna
Gallup vann könnun fyrir Landsvirkjun um áhrif endurnýjanlegrar orku á ferðamenn á Íslandi haustið 2022.
Netföngum var safnað meðal erlendra ferðamanna sem fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll sumarið og haust 2022.
Smelltu hér til að lesa niðurstöður könnunarinnar.
Helstu niðurstöður voru meðal annars þær að næstum allir erlendir ferðamenn (yfir 96%) hafa jákvætt viðhorf til endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi.
Nær 73% ferðamanna sögðu að nýting endurnýjanlegra orkugjafa hefði haft jákvæð áhrif á upplifun þeirra af náttúru Íslands. Hinir voru hlutlausir eða sögðu hana hafa haft engin áhrif.
Sárafáir (innan við 1%) sögðu nýtinguna hafa haft neikvæð áhrif.