1,3 milljarðar fyrir 3 lóðir
Lóðirnar eru við Bústaðaveg 143, 145 og 147 og liggja að Reykjanesbraut, norður af veitingastaðnum Sprengisandi og gömlu hesthúsum Fáks. Þær voru seldar í einu lagi á um 1,3 milljarða króna með áföllnum gjöldum en fyrstu áform Landsvirkjunar gera ráð fyrir að syðri lóðirnar tvær, 145 og 147, verði sameinaðar undir nýjar höfuðstöðvar. Ekki hefur verið tekin ákvörðum um þriðju lóðina, sem liggur nyrst.
Fyrstu áætlanir gera ráð fyrir að höfuðstöðvar við Bústaðaveg verði í um 80 m fjarlægð frá þeim íbúðarhúsum sem næst standa. Byggingarmagn á lóðunum tveimur verður í samræmi við núgildandi deiliskipulag þótt tvær lóðir verði sameinaðar og á þeim rísi ein bygging. Landsvirkjun mun leggja áherslu á að vera i góðum samskiptum við íbúa í grennd við athafnasvæðið um framgang mála.