Jafnrétti er ákvörðun

13.10.2023Samfélag

Landsvirkjun fékk viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis Félags kvenna í atvinnulífinu, sem veitt var á ráðstefnu FKA þann 12. október.

Við tókum stolt á móti viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis Félags kvenna í atvinnulífinu. Hún er veitt þeim fyrirtækjum sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum og í ár fengu fleiri en nokkru sinni áður viðurkenninguna, eða 89 fyrirtæki.

Við fögnum því og tökum undir það sem kemur fram í yfirskrift ráðstefnu FKA í tilefni verðlaunanna: Við töpum öll á einsleitninni – Jafnrétti er ákvörðun.

Harpa Víðisdóttir mannauðsstjóri veitti viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd Landsvirkjunar, en Eliza Reid kynnti viðurkenningarhafana á ráðstefnunni.

Að hreyfiaflsverkefninu standa, auk FKA: forsætisráðuneytið, Creditinfo, Deloitte, Pipar\TBWA, Ríkisútvarpið, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá.