13 milljónir til samfélagsverkefna

22.12.2023Samfélag

42 umsækjendur hlutu samtals 13 milljónir króna úr Samfélagssjóði Landsvirkjunar árið 2023.

42 umsækjendur hlutu samtals 13 milljónir króna úr Samfélagssjóði Landsvirkjunar árið 2023.

Samfélagssjóður Landsvirkjunar styður við verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun samhliða því að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Styrkir eru veittir einstaklingum, hópum, sjálfseignarstofnunum og frjálsum félagasamtökum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni en um er að ræða verkefni á sviðum umhverfismála, mannúðarmála, lista, menningarmála, forvarnar- og æskulýðsstarfa, svo eitthvað sé nefnt. Tekið er á móti umsóknum allt árið en úthlutað er úr sjóðnum þrisvar á ári. Umsóknarfrestir eru til 31. mars, 31. júlí og 30. nóvember ár hvert.

Árið 2023 bárust Landsvirkjun 263 umsóknir í sjóðinn en alls hlutu 42 umsóknir styrki fyrir samtals 13 milljónir kr. Styrkupphæðirnar voru frá 100 þús. kr. til 600 þús. kr. en hæsti styrkurinn gekk til Hjálparsveitarinnar Tintron til stuðnings við kaup á leitar- og björgunardróna.

Flestir styrkir fóru til menningarmála og lista, alls 4.950.000 en fast á eftir voru styrkir til góðgerðar- og félagsmála, alls 4.850.000. Listi yfir styrkþega ársins 2023 og fyrri ár má finna á heimasíðu Landsvirkjunar.

Samfélagssjóður Landsvirkjunar var settur á laggirnar árið 2010 og hefur síðustu 14 ár ráðstafað um 140 milljónum kr. til stuðnings við verkefni sem hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Við hjá Landsvirkjun erum stolt af þessu framlagi til góðra verkefna.

Úthlutanir úr samfélagssjóði 2023