Vefur Landsvirkjunar tilnefndur til íslensku vefverðlaunanna

27.03.2023Fyrirtækið
Vefur Landsvirkjunar - mynd af Freepik
Vefur Landsvirkjunar - mynd af Freepik

Tilnefning í flokki stórra fyrirtækja

Sjá tilnefningar til Vefverðlauna 2022

Vefurinn landsvirkjun.is er tilnefndur til íslensku vefverðlaunanna sem fyrirtækjavefur ársins í flokki stærri fyrirtækja árið 2022.

Vefurinn hlaut einnig tilnefningu fyrir árið 2021, þegar hann var fyrst tekinn í notkun. Mikil vinna hefur farið fram innan Landsvirkjunar undanfarin misseri við margskonar uppbyggingu og þróun vefjarins og samhliða hafa heimsóknir aukist jafnt og þétt.

Vefurinn var teiknaður af stafræna hönnuðinum Arnari Ólafssyni, en hönnunin hlaut silfurverðlaun í FÍT-keppninni árið 2022. Hönnunarstofan Kolofon sá um mörkun og Hugsmiðjan um forritun og uppsetningu.

Það eru Samtök vefiðnaðarins, SVEF, sem veita vefverðlaunin á hverju ári. Tilkynnt verður um vinningshafa við hátíðlega athöfn Gamla bíó í Reykjavík föstudagskvöldið 31. mars nk.