Vonbrigði að ákvörðunin sé felld úr gildi

15.06.2023Hvammsvirkjun

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í dag úr gildi ákvörðun Orkustofnunar frá 6. desember 2022, um veitingu virkjanaleyfis fyrir Hvammsvirkjun.

Landsvirkjun mun leggja mat á það næstu daga hvað úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála felur í sér og hversu mikil áhrif hann hefur á verkefnið.

Úrskurðurinn kemur nokkuð á óvart vegna þess að leiðbeiningum Orkustofnunar um umsókn um virkjanaleyfi hefur verið fylgt í einu og öllu. Landsvirkjun gerir ráð fyrir að fá frekari leiðbeiningar frá Orkustofnun um næstu skref.

Mögulega seinkar þessi ákvörðun framkvæmdinni eitthvað. Það væru slæmar fréttir fyrir íslenskt samfélag sem stefnir að orkuskiptum en skortur á endurnýjanlegri orku er fyrirsjáanlegur á næstu árum.

Smelltu hér til að lesa úrskurð nefndarinnar