Sterk framtíð á stoðum fortíðar

Traustur rekstur við krefjandi aðstæður
Rekstur fyrirtækisins gekk vel á árinu 2024, þótt afkoman hafi ekki jafnast á við metárið 2023. Hagnaður af grunnrekstri nam 41,5 milljörðum króna og fyrirtækið hefur aldrei staðið styrkari fótum fjárhagslega. Rekstur aflstöðva gekk vel, þrátt fyrir erfiða stöðu í vatnsbúskapnum.
Ekki þarf að leita langt yfir skammt að lausnum á orkuvanda þjóðarinnar. Ísland á að baki farsæla sögu uppbyggingar orkukerfis sem er einstakt á heimsvísu og verkefnið framundan er að halda áfram á þeirri braut – nýta þekkinguna til að mæta raforkuþörf til vaxtar samfélagsins og orkuskipta. Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, hefur aldrei verið betur í stakk búin til þess að gegna mikilvægu hlutverki í þeim efnum.
Að venju er skýrslan stútfull af fróðleik um fyrirtækið; orkuvinnsluna, afkomuna, raforkumarkaðinn, loftslags- og umhverfismál, vinnustaðinn, stefnuna, samskipti við samfélagið og miðlun og fræðslu, svo fátt eitt sé nefnt.

Lykiltölur
Raforkuvinnsla
0TWst3%Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði
$0m19%Forðuð losun vegna raforkuvinnslu
0m. tonn4%CO2 -íg
Losun vegna orkuvinnslu á orkueiningu
0g5%CO2-íg/kWst
Rekstrartekjur
$0m14%Heildarlosun á orkueiningu
0g3%CO2-íg/kWst
Oft var þörf, en nú er nauðsyn
Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að fá að gegna stöðu stjórnarformanns Landsvirkjunar síðasta árið. Ég þekki fyrirtækið vel, enda var ég fyrst skipaður í stjórn árið 2014 og var varaformaður stjórnar áður en ég tók við sem formaður.
Af þessum áralöngu kynnum í gegnum störf mín get ég fullyrt að Landsvirkjun er einstakt fyrirtæki í sögu Íslands, sannkölluð þjóðargersemi. Þar vinnur framúrskarandi fólk sem tekur ábyrgð sína alvarlega, vandar öll vinnubrögð en lætur verkin tala.


Við megum engan tíma missa
Rekstur Landsvirkjunar gekk áfram vel á árinu 2024, þótt afkoman hafi ekki jafnast á við metárið 2023.
Aðstæður voru krefjandi á árinu, vatnsbúskapur sögulega lakur, sem leiddi til þess að tekjur drógust saman vegna minni sölu. Þá urðu breytingar á verðtengingu í samningi við stórnotanda, auk þess sem innleystar áhættuvarnir lækkuðu frá fyrra ári.


Lykiltölur
Heildareignir
$0m3%Kolefnisspor
0þ. tonn2%CO2-íg
Nettó skuldir
$0m4%Eigið fé
$0m2%Efnahagslegt framlag
$0m2%Fjöldi starfsfólks
010%
Helstu fréttir ársins
Hér fyrir neðan getur að líta nokkrar helstu fréttir ársins 2024. Til að sjá allar fréttir og tilkynningar getur þú smellt hér.

Ný heimildamynd um Kröflu
Heimildarmyndin Krafla, umbrot og uppbygging var frumsýnd í tilefni þess að 40 ár voru liðin frá lokum Kröfluelda.

Fossvélar hefjast handa við Hvammsvirkjun
Landsvirkjun og Fossvélar ehf. á Selfossi sömdu um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar.

Vindmyllur frá Enercon
Samið var við þýska vindmylluframleiðandann Enercon um kaup, uppsetningu og rekstur á 28 vindmyllum.

Bjarni Pálsson ráðinn framkvæmdastjóri
Dr. Bjarni Pálsson var ráðinn í starf framkvæmdastjóra Vinds og jarðvarma.

Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra heimsótti verkstað við Vaðöldu í hressilegu, íslensku haustveðri, en þar hófust framkvæmdir um haustið.

Jafnvægisvogin í þriðja sinn
Landsvirkjun fékk viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, sem Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) veitir.

Rekstur Krafla Magma Testbed tryggður
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Landsvirkjun, Orkuveitan og KMT undirrituðu samkomulag sem tryggir fjármögnun KMT næstu tvö árin.

Goslokahátíð í fyrsta sinn
Fyrsta Goslokahátíð Kröflu var haldin helgina 20.-22. september 2024, en þá voru 40 ár liðin frá goslokum Kröfluelda.

Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í höfn
Orkustofnun gaf út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og leyfi til stækkunar Sigölduvirkjunar úr 150 MW í 215 MW.

Olíubrennsla á útleið fyrir vestan
Orkubú Vestfjarða og Landsvirkjun sömdu um sölu á forgangsorku til fjarvarmaveitna á Vestfjörðum næstu fjögur árin.

Landsvirkjun fær Sjálfbærniásinn
Landsvirkjun var efst opinberra fyrirtækja í könnun á viðhorfi neytenda til frammistöðu atvinnulífsins í sjálfbærnimálum.

Virkjunarleyfi afgreitt fyrir Búrfellslund
Orkustofnun afgreiddi virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu. Landsvirkjun sótti í kjölfarið um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar Rangárþings ytra.

Ákveðið að selja Háaleitisbraut
Stjórn Landsvirkjunar samþykkti að selja fyrrum höfuðstöðvar félagsins að Háaleitisbraut 68 í Reykjavík.

Fyrstu skrefin á skipulegan raforkumarkað
Landsvirkjun tók þátt í söluferli fyrir langtímavörur, þ.e. grunnorku og mánaðarblokkir, sem Vonarskarð auglýsti í maí og júní.

Í fararbroddi þriðja árið í röð
Landsvirkjun var þriðja árið í röð á lista Financial Times yfir þau evrópsku fyrirtæki sem hafa lækkað losun á framleiðslueiningu hvað mest á árunum 2017-2022.

Arðgreiðsla hækkuð í 30 milljarða
Aðalfundur Landsvirkjunar samþykkti tillögu stjórnar um 30 milljarða arðgreiðslu í ríkissjóð.

Landsvirkjun og Laxey semja um raforku
Landsvirkjun og Laxey gerðu samning um sölu og kaup á endurnýjanlegri raforku til uppbyggingar nýrrar landeldisstöðvar í Vestmannaeyjum.

72 milljónir til 41 styrkþega
Styrkir úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar voru veittir við hátíðlega athöfn í Katrínartúni fimmtudaginn 7. mars.

Losun áfram með því minnsta sem þekkist
Í loftslagsbókhaldi ársins 2023 kom fram að heildarlosun Landsvirkjunar á orkueiningu hefði numið 3,3 grömmum CO2-ígilda á hverja kWst.

Aftur hæsta einkunn
Landsvirkjun fékk A í einkunn fyrir stýringu eigin loftslagsáhrifa og afleiðinga loftslagsbreytinga hjá alþjóðlegu samtökunum CDP.

Aukið afl í Sultartanga
Aflaukningu Sultartangastöðvar um 8 MW lauk og er virkjunin nú 140 MW að stærð.

Útboð á vindmyllum
Landsvirkjun auglýsti útboð á vindmyllum fyrir vindorkuver við Vaðöldu sem ber vinnuheitið Búrfellslundur.