Landsvirkjun og Laxey gera grænan raforkusamning
Landsvirkjun og Laxey ehf. hafa gert með sér samning um sölu og kaup á endurnýjanlegri raforku til uppbyggingar nýrrar landeldisstöðvar Laxeyjar í Vestmannaeyjum. Um er að ræða hátækni matvælaframleiðslu með afar lágt kolefnisspor.
Verkefnið verður byggt upp í áföngum á næstu árum og nær fullri stærð 2030. Afhending raforku samkvæmt samningi hefst í apríl 2026 og vex samhliða aukinni framleiðslu. Þegar stöðin verður komin í fullan rekstur verður aflþörfin um 22MW.
Laxey kaupir upprunaábyrgðir fyrir raforkunotkuninni og þetta er því grænn raforkusölusamningur.