Áframhaldandi rekstur Krafla Magma Testbed tryggður

30.09.2024Orka
Frá undirritun samnings um framtíð KMT. Sitjandi fremst: Einar Mathiesen, framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun, Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála, Björn Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri KMT ses., Hera Grímsdóttir, framkvæmdastjóri rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur.  Standandi: Bjarni Pálsson, forstöðumaður þróunar jarðvarma hjá Landsvirkjun og forseti Alþjóða jarðhitasambandsins IGA, Elvar Magnússon, stöðvarstjóri Mývatnssvæðis, Vordís Sörensen Eiríksdóttir, forstöðumaður reksturs jarðvarma, Hjalti Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri GEORG, Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, Dr. Marit Brommer, framkvæmdastjóri Alþjóða jarðhitasambandsins IGA, Erla Sigríður Gestsdóttir, teymisstjóri orku í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti Þingeyjarsveitar, Arnór Benónýsson, í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar, María Guðmundsdóttir, verkefnastjóri jarðhita hjá Orkustofnun og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.
Frá undirritun samnings um framtíð KMT. Sitjandi fremst: Einar Mathiesen, framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun, Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála, Björn Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri KMT ses., Hera Grímsdóttir, framkvæmdastjóri rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Standandi: Bjarni Pálsson, forstöðumaður þróunar jarðvarma hjá Landsvirkjun og forseti Alþjóða jarðhitasambandsins IGA, Elvar Magnússon, stöðvarstjóri Mývatnssvæðis, Vordís Sörensen Eiríksdóttir, forstöðumaður reksturs jarðvarma, Hjalti Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri GEORG, Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, Dr. Marit Brommer, framkvæmdastjóri Alþjóða jarðhitasambandsins IGA, Erla Sigríður Gestsdóttir, teymisstjóri orku í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti Þingeyjarsveitar, Arnór Benónýsson, í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar, María Guðmundsdóttir, verkefnastjóri jarðhita hjá Orkustofnun og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.

Áframhaldandi rekstur Krafla Magma Testbed tryggður

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Landsvirkjun, Orkuveitan og Krafla Magma Testbed (KMT) hafa undirritað samkomulag sem tryggir fjármögnun KMT næstu tvö árin. Samkomulagið markar ákveðin tímamót fyrir KMT þar sem Orkuveitan gengur til liðs við verkefnið, auk þess sem áframhaldandi stuðningur frá stjórnvöldum og Landsvirkjun er tryggður.

KMT er frumkvöðlaverkefni sem miðar að því að byggja upp alþjóðlega rannsóknarmiðstöð í eldfjalla- og orkurannsóknum í Kröflu sem verður einstök á heimsvísu. Verkefnið byggir á fyrstu djúpborunarholunni sem boruð var í Kröflu árið 2009 þar sem borað var óvænt í kviku á 2,1 km dýpi. Holan reyndist vera allt að tíu sinnum öflugri en meðal vinnsluholan í Kröflu og fljótlega var ljóst að mikil tækifæri fólust í þessari uppgötvun.

Markmið KMT er að þróa tækni til að nýta þessa gríðarlegu orkumöguleika með hönnun næstu kynslóðar jarðhitahola sem þola þann mikla hita og þrýsting sem liggur næst kvikuhólfum. Verkefnið gengur einnig út á að skapa einstaka aðstöðu til eldfjallarannsókna þar sem vísindamenn munu í fyrsta skipti fá beinan aðgang að kviku. Möguleikarnir sem í því felast geta breytt skilningi okkar á hegðun eldfjalla og er það von vísindamanna KMT að hægt verði að þróa aðferðir til að stórbæta eldgosaspár.

KMT er samstarfsverkefni íslenskra og erlendra vísindamanna og verkfræðinga með höfuðstöðvar á Íslandi. Með þeim stuðningi sem tryggður var með samkomulaginu er KMT vel í stakk búið til að halda áfram því brautryðjendastarfi að þróa bættar aðferðir til jarðhitavinnslu og að byggja upp rannsóknarinnviði sem munu valda straumhvörfum í rannsóknum og skilningi okkar á eldfjöllum.