Opið umsagnarferli
Fljótsdalsstöð hefur farið í gegnum úttekt Samtaka um sjálfbæra vatnsorku (The Hydropower Sustainability Alliance) samkvæmt sjálfbærnistaðli vatnsaflsvirkjana.
Úttektin fór fram 17. - 21. september 2024. Staðallinn (Hydropower Sustainability Standard) er alþjóðlegur og setur sjálfbærniviðmið fyrir vatnsaflsvirkjanir þar sem aðaláherslan er á umhverfi, samfélag og stjórnarhætti. Fjölmargir hagaðilar komu í viðtöl vegna úttektarinnar og Landsvirkjun þakkar þeim fyrir mikilvægt framlag sitt.
Fjölmörg atriði voru skoðuð í úttektinni, t.d. stjórnun á sjálfbærnimálum, kolefnisspor rekstrarins, starfsmannamál, eftirlit með jarðvegsrofi og vatnsgæðum, samskipti við nærsamfélag, áætlun í málefnum sem tengjast loftslagsbreytingum o.fl.
Niðurstöður matsins fyrir Fljótsdalsstöð eru í opnu umsagnarferli til 10. mars næstkomandi. Hagaðilar jafnt sem almenningur geta komið með athugasemdir og ábendingar.