Umsagnarferli vegna sjálfbærnimats Fljótsdalsstöðvar

09.01.2025Samfélag

Opið umsagnarferli

Skoða niðurstöður og skila inn umsögn

Fljótsdalsstöð hefur farið í gegnum úttekt Samtaka um sjálfbæra vatnsorku (The Hydropower Sustainability Alliance) samkvæmt sjálfbærnistaðli vatnsaflsvirkjana.

Úttektin fór fram 17. - 21. september 2024. Staðallinn (Hydropower Sustainability Standard) er alþjóðlegur og setur sjálfbærniviðmið fyrir vatnsaflsvirkjanir þar sem aðaláherslan er á umhverfi, samfélag og stjórnarhætti. Fjölmargir hagaðilar komu í viðtöl vegna úttektarinnar og Landsvirkjun þakkar þeim fyrir mikilvægt framlag sitt.

Fjölmörg atriði voru skoðuð í úttektinni, t.d. stjórnun á sjálfbærnimálum, kolefnisspor rekstrarins, starfsmannamál, eftirlit með jarðvegsrofi og vatnsgæðum, samskipti við nærsamfélag, áætlun í málefnum sem tengjast loftslagsbreytingum o.fl.

Niðurstöður matsins fyrir Fljótsdalsstöð eru í opnu umsagnarferli til 10. mars næstkomandi. Hagaðilar jafnt sem almenningur geta komið með athugasemdir og ábendingar.

Samtök um sjálfbæra vatnsorku

Skoða vef HSA

The Hydropower Sustainability Alliance er alþjóðleg og óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun þar sem saman koma fulltrúar vatnsaflsgeirans, stjórnvalda, samfélags- og umhverfissamtaka og fjármálastofnana til þess að vinna að framgangi sjálfbærrar vinnslu vatnsafls.