Sumarstörf hjá Landsvirkjun

Við leitum að kraftmiklu ungu fólki í fjölbreytt sumarstörf fyrir háskóla-, iðn- og tækninema sumarið 2025.

Kynntu þér hvað er í boði og sæktu um hér neðar á síðunni!

Umsóknarfrestur er til og með 23. febrúar.

Sumarstörf hjá Landsvirkjun

Hvað segja reynsluboltarnir?

Störf í boði 2025

  • Eftirfarandi sumarstörf verða í boði á höfuðborgarsvæðinu sumarið 2025.

    Í umsóknarforminu getur þú valið um þau störf sem þú hefur áhuga á.

    Skrifstofa forstjóra

    • Lögfræðimál: Fjölbreytt verkefni þvert á fyrirtækið.
    • Umbætur og öryggi: Fjölbreytt verkefni í skjalakerfi Landsvirkjunar.
    • Samskipti og upplýsingamiðlun: Verkefni í framleiðslu, klippingu og birtingu á efni á samfélagsmiðlum. Jafnframt sinna verkefnum á vefnum og afleysingum í gestastofum ef þörf krefur.
    • Umbætur og öryggi: Verkefni í öryggismálum, fara m.a. í allar stöðvar og taka í gegn skipulag í efnaskápum stöðvanna, koma upp QR kóða merkingum.

    Fjármál og upplýsingatækni

    • Fjárstýring: Verkefni við gjaldkerastörf, lausafjárstýringu, greiningu og önnur tilfallandi verkefni.
    • Innkaup og fasteignaþjónusta: Verkefni í innkaupum, framkvæmd verðkannana, gerð samninga og stuðningur við framkvæmd innkaupa.
    • Kjarni: Aðstoð við matargerð og frágang í mötuneyti og taka á móti vörum í Katrínartúni 2.
    • Kjarni: Móttaka og símsvörun í Katrínartúni 2, önnur miðlæg þjónusta.
    • Rekstrarþróun: Greining og önnur vinna tengd fjármálagögnum, skýrslugerð ofl. Þátttaka í mótun kerfislausna, td. í Power BI, SharePoint og tengdum hugbúnaði. Vinna við ýmis reiknilíkön í excel ofl.
    • Upplýsingatækni og stafræn þróun: Notendaþjónusta, verkefni í PowerBI, forritun o.fl.
    • Reikningshald: Almenn bókhaldsstörf, aðalega móttaka og skráning reikninga og afstemmingar.

    Samfélag og umhverfi

    • Loftslag og áhrifastýring: Ýmis verkefni á sviði loftslags- og umhverfismála. Landaupplýsingar, kortagerð, skipulag- og úrvinnsla gagna, skoða birtingu umhverfisupplýsinga með notkun GIS.
    • Loftslag og áhrifastýring: Loftlagsmál og umhverfisgögn, loftslagsbókhald, meðhöndlun losunarupplýsinga og skipulag umhverfisgagna. Loftslags og auðlindatengdar greiningar og miðlun niðurstaðna innanhúss.
    • Loftslag og áhrifastýring: Samfélagsmál Styðja viðgreiningar á samfélagsframlagi Landsvirkjunar. Vinna sem tengist innleiðingu nýrra upplýsingalöggjafar varðani áhrif á samfélagsmiðlum.
    • Nærsamfélag og náttúra: Umhverfis- og samfélagsverkefni í tengslum við aflstöðvar og úrvinnsla gagna.

    Framkvæmdir

    • Endurbætur: Undirbúningur og framkvæmd ýmissa endurbótaverkefna. Uppfærsla á teikningum, merkingum og öðrum tæknilegum skjölum. Þáttaka í endurbótaverkefnum með áherslu á skipulag og úrvinnslu gagna í samstarfi við verkefnastjóra endurbótadeildar. Samskipti við teymi og rekstaraðila til að tryggja að verkefni gangi hnökralaust fyrir sig.
    • Nýframkvæmdir: Taka þátt í framkvæmdareftirliti við Búrfellslund, aðstoð við utanum hald gagna, ná tökum á og aðstoða staðarverkfræðing og staðgengil hans í þeim kerfum sem unnið er í. Koma að kynningarmálum o.fl.
    • Eignarstýring: Eftirfylgni með ferli endurbótaverkefna, uppsetning og rekstur mælaborða í PowerBI, stuðningur við verkefnastjóra (varðandi ferli/kerfi), stuðla að stöðluðum vinnubrögðum (aðstoð við gæðaskjöl, vinnulýsingar, staðla template fyrir fundargerðir, skýrslur ofl)
    • Eignarstýring: Ýmis verkefnastoð nýframkvæmda, svo sem við uppsetningu og rekstur á verkefnavef (WorkPoint og ACC), kortlagning skilagagna samkvæmt útboðsgögnum og ferlagreining samningsgagna.

    Vatnsafl

    • Verkefnastoð: Vinna með teikningar og tæknigögn allra aflstöðva Landsvirkjunar. Yfirfara öll kerfi og kortleggja hvaða gögn vantar inn í tæknigagnasafn Landsvirkjunar. Teikna þarf nýjar kerfismyndir þegar við á. Heimsóknir á aflstöðvar í tengslum við verkefnið standa til boða. Hugbúnaður og kerfi sem unnið er með: AutoCAD, WorkPoint verkefnavefur, TGS tæknigagnasafn, DMM viðhaldskerfið og KKS skráningarkerfi fyrir kóðun búnaðar.
    • Rekstur vatnsafls: Notkun á AI í viðhaldsmálum
    • Stjórnstöð: Verkefni við innleiðingu á stjórnstöð, skjámyndagerð, ferlar, þjálfunarhermir, merkjalíkan og prófanir.
    • Vinnsluáætlun: Bestun vinnsluáætlunar vinnslukerfis Landsvirkjunar og hagnýt greining gagna og myndræn framsetning.
    • Þróun vatnsafls - Jöklarannsóknir: Uppsetning og vinnsla á jöklalíkönum. Vinna við greiningu á fjarkönnun til að meta breytingar og þróun jökla undandfarin ár og þátttaka í útivinnu.
    • Þróun vatnsafls: Aðstoð við greiningu og skráningu vatnafarsgagna, aðstoð við útivinnu m.a. við mælingar á grunnvatni, rennsli í ám og vatnshæð uppistöðulóna.
    • Þróun vatnsafls - Veður- og vatnafar: Vinna í gagnavinnslu, greiningu og líkangerð. Verkefni í hagnýtingu á gagnavísindum til að þróa og útfæra lausnir til bættrar ákvarðanatöku og forritun í Python.

    Vindur og jarðvarmi

    • Auðlindastýring: Rýni og úrvinnsla gagna sem snúa að loftlagsbókhaldi jarðvarmastöðva LV. Um er að ræða 70% skrifstofustarf á höfuðborginni en einnig í boði að vinna nokkrar vikur á Mývatnssvæðinu við sýnatökur og greiningu.
    • Þróun jarðvarma: Gagnavinnsla, úrvinnsla mælinga, rýni á texta og skýrslum og önnur störf á sviði undirbúnings jarðvarmavirkjana. Um er að ræða um 70% skrifstofustarf í Reykjavík og um 30% feltvinna á jarðvarmasvæðum Landsvirkjunar á Norðausturlandi, svo sem aðstoð við söfnun, greiningu og úrvinnslu efnasýna.

    Sala og þjónusta

    • Orkumiðlun: Þjónusta við viðskiptavini, vinna við raforkusamninga og pantanir.

    Umsóknarfrestur er til og með 23. febrúar 2025.
    Hafa samband: Mannauður (sumarstarf@landsvirkjun.is)

  • Eftirfarandi störf verða í boði sumarið 2025 á aflstöðvum Landsvirkjunar:

    Í umsóknarforminu getur þú valið um þau störf sem þú hefur áhuga á.

    Þjórsársvæði:

    • Teymisvinna við viðhald, rekstur og eftirlit á vél- og rafbúnaði aflstöðva.
      - Hentar rafiðn-/ vélfræðinemum. Æskilegt að hafa þekkingu á viðgerðum og viðhaldi á vélum, tækjum og rafbúnaði. Vinnuvélaréttindi kostur.
    • Aðstoð í mötuneyti og ræstingum á svæðinu.
      - Engin sérstök menntun umfram aðra. Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
    • Verkefni við skráningu og frágang á teikningum, tæknigögnum og gerð rekstrarleiðbeininga. Ýmis vöktunar verkefni, sem og aðstoð við framkvæmd verkefna tengdum umhverfis- og öryggismálum.
      _ Hentar nemum í verk- eða tæknifræði.

    Sogssvæði:

    • Koma gögnum inn í tæknigagnasafn, skanna gögn, yfirfara gögn á pappír í möppum og sannreyna hvort það sé nýjasta útgáfa og að þau séu öll til á rafræn inni í tæknigagnasafni.
      - Hentar vel verkfræðinema, bókasafnsfræði og skjalavinnslu.
    • Teymisvinna við viðhald, rekstur og eftirlit á vél- og rafbúnaði aflstöðva. VIðgerðir á tækjabúnaði sumarvinnu, aðstoða við vaktmenn, viðgerðir á tækjum á svæðinu, málningarvinna innan- og utandyra á húsnæði og búnaði, járnsmíði/málmsmíði/nýsmíði, merkingar á vél- og rafbúnaði. Peruskipti, útilýsing, viðgerð á rafbúnaði s.s. hitablásurum o.fl. Almenn rafvirkjavinna og viðgerðir á rafbúnaði.
      - Hentar rafiðn-/vélfræðinemum. Æskilegt að hafa þekkingu á viðgerðum og viðhaldi á vélum, tækjum og rafbúnaði. Vinnuvélaréttindi kostur.
    • Gestastofa Landsvirkjunar í Ljósafossstöð - Móttaka gesta, fræðsla og leiðbeiningar til þeirra. Þjónustustarf með miklum samskiptum. Ræstingar á gestastofu.
      - Menntun sem nýtist í starfi, jákvæðni, góð samskiptahæfni og þjónustulund. Tungumálakunnátta kostur.
    • Aðstoð í mötuneyti og ræstingum á svæðinu.
      - Engin sérstök menntun umfram aðra. Góð hæfni í mannlegum samskiptum.

    Mývatnssvæði:

    • Auðlindavöktun jarðvarmasvæða LV: Starfið felur í sér vöktun á vinnsluholum Mývatnssvæðis (Krafla, Þeistareykir og Gufustöðin), m.a sýnatökur, efnagreiningar, umhverfismælingar og úrvinnsla gagna. Meginhluti starfsins er feltvinna á jarðvarmasvæðum Landsvirkjunar og skrifstofustarf þegar veðurspáin er slæm. Um tvö stöðugildi er að ræða.
    • Gestastofa Landsvirkjunar í Kröflustöð - Móttaka gesta, fræðsla og leiðbeiningar til þeirra. Þjónustustarf með miklum samskiptum. Ræstingar á gestastofu.
      - Menntun sem nýtist í starfi, jákvæðni, góð samskiptahæfni og þjónustulund. Tungumálakunnátta kostur.
    • Aðstoð í mötuneyti og ræstingum á svæðinu.
      - Engin sérstök menntun umfram aðra. Góð hæfni í mannlegum samskiptum.

    Blöndusvæði – Laxá:

    • Teiknivinna, lagfæringar og úrbætur á teikningum svæðisins, búa til nýjar teikningar ef þarf, merkingar á búnaði í aflstöðvum, önnur tilfallandi verkefni á svæðinu.
      - Hentar nemum í verk- eða tæknifræði. Þekking á AutoCAD og geta teiknað í AutoCAD.

    Blöndusvæði – Blanda:

    • Aðstoð í mötuneyti og ræstingum á svæðinu.
      - Engin sérstök menntun umfram aðra. Góð hæfni í mannlegum samskiptum.

    Fljótsdalsstöð:

    • Ýmis verkefni tengd tæknigögnum og umhverfisvöktun.

    Umsóknarfrestur er til og með 23. febrúar 2025.
    Hafa samband: Mannauður (sumarstarf@landsvirkjun.is)

  • Við leitum að einstaklingum til að sinna verkstjórn sumarvinnu Landsvirkjunar á aflstöðvum okkar víða um land. Verkstjórar sjá um að leiða og hafa umsjón með hópi ungmenna 16-19 ára sem sinna ýmsum verkefnum tengdum umhverfinu og umhirðu í kringum aflstöðvar okkar.

    Í starfinu felst ábyrgð á daglegum verkefnum vinnuhópsins, skipulagning, leiðsögn og fræðsla um rétt vinnubrögð og öryggi í starfi. Við viljum efla liðsheild og hvetja til góðra verka.

    Helstu verkefni og ábyrgð verkstjóra:

    • Dagleg ábyrgð og yfirumsjón með sumarvinnuhópnum í samvinnu við yfirmann
    • Skipulagning og forgangsröðun verkefna
    • Gefa skýr fyrirmæli
    • Útdeila verkefnum til hópstjóra og ungmenna og þátttaka í störfum þeirra
    • Leiðbeina um verklag og aðferðir og hafa eftirlit með að vel og rétt sé unnið
    • Samskipti við foreldra/forráðamenn og aðra hagsmunaaðila í nærsamfélaginu
    • Halda utan um tímaskráningar og skila þeim inn til yfirmanns
    • Vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan í hópnum

    Hæfniskröfur:

    • Reynsla og áhugi af störfum með ungu fólki
    • Góðir samskiptahæfileikar
    • Stundvísi
    • Skipulögð og fagleg vinnubrögð
    • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
    • Menntun sem nýtist í starfi
    • Bílpróf

    Við auglýsum eftir verkstjórum á eftirfarandi starfsstöðvar:

    • Sogssvæði
    • Þjórsársvæði
    • Fljótsdalsstöð
    • Blöndusvæði - Laxá
    • Blöndusvæði - Blanda

    Umsóknarfrestur er til og með 23. febrúar 2025.
    Hafa samband: Mannauður (sumarstarf@landsvirkjun.is)

  • Sumarið 2025 ráðum við til starfa ungt fólk í sumarstörf við aflstöðvar okkar. Sumarstörfin eiga við ungmenni fædd á árunum 2006-2009.

    Í sumar verða starfræktir hópar við Blöndu, Laxárstöðvar, Kröflustöð, Fljótsdalsstöð, Búrfell og Sogsstöðvar. Sumarvinnuhóparnir sinna daglegri umhirðu við aflstöðvar, auk þess sem hóparnir taka að sér önnur umhverfistengd verkefni í nágrenninu.

    Þau sem hafa unnið hjá fyrirtækinu áður og staðið sig vel hafa forgang um vinnu. Við hvetjum ykkur til að vanda umsóknina og nota reitinn "Annað" til frekari upplýsinga um t.d. kynningu á ykkur, fyrri störf, tómstundir eða annað sem ykkur finnst skipta máli fyrir umsóknina.

    Sumarvinnuhóparnir verða staðsettir á eftirfarandi starfsstöðvum. Vinsamlegast tilgreinið í umsókninni hvaða starfsstöð þið sækið um.

    • Blanda – Ferðir daglega frá Blönduósi
    • Laxá – Starfsfólk kemur sér sjálft á staðinn
    • Krafla - Daglegar ferðir frá Reykjahlíð
    • Fljótsdalur – Ferðir daglega frá Egilsstöðum
    • Þjórsársvæði – Ferðir daglega frá Selfossi
    • Sogssvæði – Ferðir daglega frá Selfossi

    Umsóknarfrestur er til og með 23. febrúar 2025.
    Hafa samband:
    Mannauður (sumarstarf@landsvirkjun.is)

Spennandi tækifæri

Það eru spennandi tímar framundan hjá Landsvirkjun. Öflugt fólk í sumarstörfum er mikilvægur hluti af vegferð okkar í átt til grænnar framtíðar.

Sumarið 2025 bjóðum við upp á alls konar störf á nær öllum sviðum fyrirtækisins og starfsstöðvum okkar um landið.

Þú færð að taka þátt í fjölbreyttum og krefjandi verkefnum sem skipta máli fyrir okkur öll. Hjá okkur fær starfsfólk traust og stuðning til að vaxa í starfi og ekki skemmir fyrir að það er líka ótrúlega gaman að vinna hjá Landsvirkjun!

Öflugt fyrirtæki

Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar og vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsafli, jarðvarma og vindi.

Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega vel á fjórða hundrað einstaklingar, víða um land. Starfsstöðvar Landsvirkjunar eru í Reykjavík, á Sogssvæði, Þjórsársvæði, í Fljótsdal, Mývatnssvæði, við Laxárstöðvar og Blöndustöð.

Við leggjum mikið upp úr jákvæðum starfsanda og jöfnum tækifærum. Við viljum að það sé gaman í vinnunni samhliða því sem við tökumst á við krefjandi og áhugaverð verkefni.

Fyrirtækið hefur metnaðarfulla mannauðs- og jafnréttisstefnu, hugar að vellíðan starfsfólks og leggur áherslu á að viðhalda orkumikilli fyrirtækjamenningu.