Jafnvægisvogin í þriðja sinn

15.10.2024Fyrirtækið

Landsvirkjun fékk á dögunum viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, sem Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) veitir.

Stoltir handhafar Jafnvægisvogarinnar 2024.
Stoltir handhafar Jafnvægisvogarinnar 2024.

Á annað hundrað fyrirtækja hlutu viðurkenningu

Þriðja árið í röð hefur Landsvirkjun hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, sem Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) veitir ár hvert.

Í ár voru 130 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög sem hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar fyrir framlag sitt að settum markmiðum. Viðurkenningarhafar eru þeir sem hafa náð markmiði um 40/60 kynjahlutfall í efsta lagi stjórnendalagi.

Níu sitja í framkvæmdastjórn Landsvirkjunar, þar af fjórar konur.

Jöfn tækifæri fyrir öll

Harpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri Landsvirkjunar:

„Við erum afar stolt af viðurkenningum fyrir frammistöðu okkar í jafnréttismálum. Við höfum einnig hlotið gullmerki jafnlaunagreiningar PWC ásamt Hvatningarverðlaunum jafnréttismála. Það er okkur bæði skylt og ljúft að skara fram úr þegar kemur að jafnréttismálum."

Mælaborð Jafnvægisvogarinnar

Opna mælaborðið

Jafnvægisvogin heldur úti mælaborði sem birtir tölfræðilegar upplýsingar um jafnrétti.

Þar koma fram upplýsingar um kynjahlutföll í íslensku atvinnulífi, hlutföll framkvæmdastjóra og stjórna.