Á annað hundrað fyrirtækja hlutu viðurkenningu
Þriðja árið í röð hefur Landsvirkjun hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, sem Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) veitir ár hvert.
Í ár voru 130 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög sem hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar fyrir framlag sitt að settum markmiðum. Viðurkenningarhafar eru þeir sem hafa náð markmiði um 40/60 kynjahlutfall í efsta lagi stjórnendalagi.
Níu sitja í framkvæmdastjórn Landsvirkjunar, þar af fjórar konur.