Heimsókn á verkstað
Við þetta tilefni heimsótti Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra verkstað við Vaðöldu í hressilegu, íslensku haustveðri. Á svæðinu er vegavinna og innviðauppbygging hafin, veglagning og undirbúningur fyrir uppsetningu vinnubúða.

„Það er mikið fagnaðarefni að framkvæmdir séu hafnar við Búrfellslund,“ sagði Guðlaugur Þór. „Við vitum öll að það er mikil þörf fyrir aukna endurnýjanlega orku til að mæta vexti samfélagsins og bæta raforkuöryggi. Þetta er heillaskref í sögu þjóðarinnar og gott að sjá hversu vel hefur verið vandað til verka hjá Landsvirkjun í þessu verkefni.“

Sveitarstjóri Rangárþings ytra, Jón G. Valgeirsson, tók undir þetta: „Það er gaman að verða vitni að þessum merku tímamótum í Íslandssögunni. Hér hjá okkur mun fyrsti hluti þessarar þriðju stoðar orkukerfisins rísa.“