Tryggjum heimilum örugga orku
Mikil eftirspurn er eftir raforku á Íslandi. Íslensk heimili hafa hingað til ekki þurft að hafa áhyggjur af raforkunni. Hún hefur verið trygg og örugg.
Öll almenn fyrirtæki hafa líka getað stólað á örugga raforku, hvort sem það eru hárgreiðslustofur, bílaverkstæði, sjávarútvegsfyrirtæki, tryggingarfélög, ljósmynda- eða arkitektastofur, bifreiðaumboð, hótel eða veitingastaðir.
Landsvirkjun hefur þurft að vísa frá mörgum góðum fyrirtækjum því við eigum ekki þá raforku sem þau þurfa fyrir starfsemi sína. Það mun ekki breytast nema græn orkuvinnsla aukist. Græn orkuvinnsla eykst ekki fyrr en næstu virkjanir komast í gagnið.
Miðað við stöðuna núna er líklegast að það verði vindorkuver árið 2026 og vatnsaflsstöðin Hvammsvirkjun árið 2028.