Breytt heimsmynd - breytt forgangsröðun
Landsvirkjun þarf að forgangsraða áherslum í orkusölu til næstu ára, enda er eftirspurn eftir raforku meiri en framboðið. Vegna þess mun fyrirtækið hvorki leggja áherslu á að fá nýja stórnotendur í málmiðnaði eða hrávöruvinnslu í viðskipti né heldur leggja áherslu á útflutning orku.
Þess í stað verður megináhersla lögð á að anna eftirspurn eftir raforku til aukinnar almennrar notkunar í samfélaginu og til innlendra orkuskipta, til að styðja við aukna stafræna vegferð og nýsköpun og til að styðja við framþróun núverandi stórnotenda. Í fyrsta skipti í sögu Landsvirkjunar þarf að segja nei við fjölmörgum góðum verkefnum. Orkan er einfaldlega ekki til.
Þetta kom fram í máli Harðar Arnarsonar forstjóra Landsvirkjunar á haustfundi fyrirtækisins í dag. Á fundinum, sem var yfirskriftina Breytt heimsmynd, breytt forgangsröðun, röktu sérfræðingar Landsvirkjunar stöðu orkumála hér á landi sem erlendis, hver fyrirsjáanleg eftirspurn framtíðar yrði og hvernig unnt væri að bregðast við til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar Íslendinga og stefnumörkun stjórnvalda.