Raforkukerfið þarf sveigjanleika

22.06.2022Orka

Kjalölduveita yrði vissulega mjög hagkvæm framkvæmd, skrifar Gunnar Guðni Tómasson, en hún er ekki forsenda fyrir stækkun virkjana á Þjórsársvæði.

Raf­orku­kerfið þarf ekki aðeins að fram­leiða nægi­lega orku til að mæta þörfum sam­fé­lags­ins heldur þarf sveigj­an­leiki kerf­is­ins að vera nægur til að mæta breyti­legri þörf fyrir raf­orku, hvort sem er innan sól­ar­hrings­ins og vik­unnar eða milli árs­tíða. Sveigj­an­leik­inn þarf einnig að vera nægi­legur til að mæta reglu­bundnu við­haldi ásamt óvæntum bil­unum í kerf­inu þannig að tryggt sé að unnt sé að afhenda öllum við­skipta­vinum þá orku sem þeir óska eftir á hverjum tíma.

Sveigj­an­leiki núver­andi kerfis Lands­virkj­unar er ekki nægj­an­legur til að mæta þörfum við­skipta­vina fyr­ir­tæk­is­ins og nauð­syn­legt er að setja upp meira afl í virkj­unum til að auka hann. Á nýliðnum vetri voru vinnslu­met ítrekað slegin í kerfi Lands­virkj­unar þegar vinnslan fór í fyrsta sinn yfir 1900 MW og við þær aðstæður var afl í raun upp urið í kerf­inu. Hætt er við að á kom­andi vetri geti orðið aflskortur í kerf­inu sem leitt getur til þess að grípa þurfi til skerð­inga hjá við­skipta­vinum Lands­virkj­unar jafn­vel þótt nægi­legt vatn verði í miðl­un­ar­lón­um.

Við þetta bæt­ist að á næstu árum og ára­tugum má búast við enn meiri þörf fyrir sveigj­an­leika í raf­orku­kerf­inu sam­hliða orku­skiptum í sam­fé­lag­inu sem og mögu­lega upp­setn­ingu vind­orku­garða hér á landi.

Arð­semin byggir á aflaukn­ing­unni

Til þess að bregð­ast við þessum aðstæðum skoðar Lands­virkjun nú mögu­leika á stækkun virkj­ana á Þjórs­ár­svæði, en nú í vor gerði Alþingi breyt­ingar á lögum sem ein­falda leyf­is­ferli slíkra verk­efna. Eftir breyt­ing­una þurfa þessi verk­efni ekki að fara í gegnum Ramma­á­ætlun en þau fara engu að síður í gegnum ferli mats á umhverf­is­á­hrifum eins og við á sem og skipu­lags­ferli. Þrátt fyrir þessa ein­földun á leyf­is­veit­inga­ferl­inu munu slík verk­efni taka mörg ár í und­ir­bún­ingi og fram­kvæmd og á meðan er hætt við að upp geti komið aðstæður þar sem skortur verður á afli í raf­orku­kerfi lands­ins.

Arð­semi slíkra verk­efna byggir ein­göngu á því afli eða sveigj­an­leika sem þau bæta við kerfið og verð­lagn­ing á mark­aði verður að taka mið af því. Sú litla orku­vinnsla sem bæt­ist við í kerf­inu sam­fara þessum stækk­unum skiptir litlu máli í þessu sam­bandi og hún er ekki for­senda fyrir því að ráð­ast í slík verk­efni. Það er því mis­skiln­ingur að þessi verk­efni séu ekki arð­bær án auk­ins rennslis til virkj­an­anna. Þvert á móti þurfa þau að vera arð­söm án auk­ins rennslis til virkj­an­anna og í þau verður ekki ráð­ist án þess að sú arð­semi sé tryggð.

Kjalöldu­veita ekki for­senda stækk­unar

Kjalöldu­veita hefur verið nefnd til sög­unnar í þessum sam­hengi og tengd við stækk­anir virkj­ana á Þjórs­ár­svæð­inu. Kjalöldu­veita er vissu­lega mjög hag­kvæm fram­kvæmd sem myndi auka rennsli til allra virkj­ana Lands­virkj­unar á Þjórs­ár­svæð­inu og þar með auka orku­vinnslu á svæð­inu. Umhverf­is­á­hrif veit­unnar tengj­ast fyrst og fremst minnk­uðu rennsli í fossa í Efri­-­Þjórsá en hún hefur ekki áhrif á Þjórs­ár­ver þrátt fyrir þrá­látar full­yrð­ingar þess efn­is.

Kjalöldu­veita er hins vegar ekki á dag­skrá hjá Lands­virkjun að svo stöddu. Verk­efnið er í ferli í Ramma­á­ætlun og bíður afgreiðslu þar. Mögu­legt aukið rennsli frá Kjalöldu­veitu er því ekki for­senda fyrir stækkun virkj­ana á Þjórs­ár­svæði og ekki er gert ráð fyrir því við mat á arð­semi verk­efn­anna.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri vatns­afls hjá Land­svirkj­un.

Greinin birtist fyrst í Kjarnanum 22. júní 2022.