Þessi rafknúni heimur okkar

24.01.2024Raforkuöryggi

Viðtal við Kristínu Lindu Árnadóttur, aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar, fyrst birt í sérblaði FKA í Morgunblaðinu.

Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri.
Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri.

Þessi rafknúni heimur okkar

Flest­ir Íslend­ing­ar þurfa aldrei að leiða hug­ann að því hvaðan raf­orkan kem­ur og hvort nóg sé til af henni. Við vökn­um, kveikj­um ljós, tök­um sím­ann úr hleðslu, hell­um upp á kaffi og njót­um kaffi­sop­ans um leið og við hlust­um á út­varpið. Svo tök­um við bíl­inn eða hjólið okk­ar úr hleðslu, höld­um í vinn­una í birtu ljósastaur­anna og lát­um götu­vit­ana um að stýra um­ferðinni. Tök­um lyft­una upp á rétta hæð þar sem raf­knún­ar renni­h­urðir færa sig kurt­eis­lega til hliðar. Inni er allt upp­ljómað af ljós­um og tölvu­skjám. Á öðrum vinnu­stöðum er raf­magnið auðvitað jafn mik­il­vægt, það knýr starfið í skól­un­um, allt frá leik­skól­um til há­skóla, heil­brigðis­kerfið gæti ekki starfað án þess, ferðaþjón­ust­an myndi fljótt lenda í vand­ræðum ef hót­el og veit­ingastaðir fengju ekki nóg raf­magn og svona mætti lengi telja. Við búum við orku­ör­yggi, en get­um við treyst á að svo verði áfram?“

Krist­ín Linda Árna­dótt­ir er aðstoðarfor­stjóri Lands­virkj­un­ar og hef­ur verið í rúm fjög­ur ár. Áður gegndi hún stöðu for­stjóra Um­hverf­is­stofn­un­ar í rúm­an ára­tug. „Ég hef átt því láni að fagna að koma að orku­mál­um frá ýms­um hliðum. Raf­orku­mál á Íslandi eru um­hverf­is- og lofts­lags­mál því við eig­um kost á full­um orku­skipt­um þar sem græna ork­an okk­ar kem­ur í stað jarðefna­eldsneyt­is.“

Raf­orku­ör­yggi heim­il­anna hef­ur verið tölu­vert til umræðu. Krist­ín Linda seg­ir fulla ástæðu til að ræða það í þaula. „Það er eng­in ástæða til að pre­dika heimsenda­spá. Við erum svo lán­söm að eiga 100% græna orku­vinnslu og við höf­um stórt for­skot á flest­ar aðrar þjóðir hvað orku­skipti varðar. Fyrri kyn­slóðir hér á landi sáu til þess með því að leggja hita­veitu alls staðar þar sem henni varð við komið og raf­magnsvæðing­in var með ólík­ind­um skjót og al­menn.“

Hún tel­ur að Íslend­ing­ar hafi orðið dá­lítið værukær­ir með ár­un­um. „Við erum svo góðu vön og höf­um gengið að hreinu ork­unni okk­ar vísri. Þess vegna höf­um við ekki hirt um að tryggja nægi­legt fram­boð af henni til að heim­ili og all­ir al­menn­ir vinnustaðir geti treyst á hana um alla framtíð. For­skot okk­ar í grænni orku­vinnslu hverf­ur hratt ef við höld­um ekki vel á spöðunum.“

Blikur á lofti

Hvað ger­ist ef raf­orku­ör­yggi heim­ila og vinnustaða er ógnað? Krist­ín Linda seg­ir að al­menn­ing­ur verði að velta þeirri spurn­ingu fyr­ir sér. „Hvernig fer ef vinnustaðnum er skammtað raf­magn nokkra daga í viku? Hvernig verður að koma heim eft­ir lang­an vinnu­dag og upp­götva þá að ein­mitt í dag er raf­magns­laust í þínu hverfi fram á nótt af því að ekki er til nóg raf­magn fyr­ir alla?“ spyr hún áfram.

Hún seg­ir að starfs­fólk Lands­virkj­un­ar hafi margoft vakið at­hygli á að sí­fellt meiri eft­ir­spurn sé eft­ir raf­orkunni, á sama tíma og all­ar til­raun­ir til að auka græna orku­vinnslu sitji fast­ar í löngu leyf­is­veit­inga­ferli. „Hingað til hef­ur þetta ekki bitnað á heim­il­um og al­menn­um vinnu­stöðum. Við telj­um okk­ur hins veg­ar sjá þess merki und­an­farið að stór­not­end­ur raf­orku séu farn­ir að seil­ast inn á raf­orku­markað heim­il­anna.“

Raf­orku­markaður­inn á Íslandi er tví­skipt­ur, seg­ir Krist­ín Linda. „Stór­not­end­ur gera samn­inga til langs tíma, jafn­vel ára­tuga og tengj­ast raf­orku­kerf­inu beint. Þær radd­ir hafa oft heyrst að stór­not­end­ur greiði of lágt verð fyr­ir ork­una en á síðustu árum hef­ur Lands­virkj­un end­ur­samið við þá flesta og nú greiða þeir verð sem er mjög nærri því verði sem fæst á heild­sölu­markaði. Aðrir raf­orku­kaup­end­ur, heim­il­in og al­menn fyr­ir­tæki, fá sitt raf­magn hjá raf­orku­söl­um. Raf­orku­sal­ar sinna sum­ir ein­göngu því hlut­verki en sum­ir stunda einnig raf­orku­vinnslu sjálf­ir. Raf­orku­fram­leiðend­ur, bæði Lands­virkj­un og smærri orku­fyr­ir­tæki, bjóða raf­ork­una til sölu á heild­sölu­markaði og raf­orku­sal­ar koma henni áfram til ein­stakra viðskipta­vina.“

Krist­ín Linda seg­ir að heim­ili og al­menn fyr­ir­tæki þurfi meiri orku í ár en í fyrra. „Vöxt­ur­inn milli ára er hæg­ur en ör­ugg­ur, um 2-3%, enda er lands­mönn­um sí­fellt að fjölga og fyr­ir­tækj­um sömu­leiðis. Það kom okk­ur hjá Lands­virkj­un því í opna skjöldu þegar eft­ir­spurn eft­ir raf­orkunni sem við buðum til sölu á heild­sölu­markaði fyr­ir nú­ver­andi mánuð reynd­ist ekki hafa vaxið um 2-3% frá nýliðnu ári held­ur um heil 25%. Auðvitað fær ekki staðist að heim­il­in og al­menn fyr­ir­tæki hafi tekið slíkt risa­stökk í orku­notk­un milli ára.“

Heim­ili keppi ekki við stór­fyr­ir­tæki

Hér vík­ur Krist­ín Linda máli sínu aft­ur að verði á heild­sölu­markaði og verði til stór­not­enda. „Þar hef­ur dregið veru­lega sam­an. Þess vegna er ekki óeðli­legt að ein­hverj­ir stór­not­end­ur hafi leitað eft­ir meira raf­magni en lang­tíma­samn­ing­ar þeirra kveða á um, eða að nýr stór­not­andi vilji koma inn á markaðinn og hafi ákveðið að kaupa nauðsyn­legt raf­magn á heild­sölu­markaði. Þetta veld­ur hins veg­ar áhyggj­um. Heim­ili lands­ins eiga ekki að þurfa að keppa við öfl­ug­ustu fyr­ir­tæk­in um raf­ork­una.“

Lands­virkj­un, orku­fyr­ir­tæki í eigu þjóðar­inn­ar, hef­ur ávallt kapp­kostað að sjá heild­sölu­markaðnum fyr­ir raf­magni jafn­vel þótt fyr­ir­tæk­inu beri eng­in laga­leg skylda til slíks. „Und­an­far­in ár hef­ur hlut­deild Lands­virkj­un­ar á heild­sölu­markaði verið um 50% og farið held­ur vax­andi. Önnur orku­fyr­ir­tæki hafa svo deilt með sér hinum helm­ingn­um. Nú þegar við þurf­um að vísa á bug góðu fólki með frá­bær­ar viðskipta­hug­mynd­ir af því að við eig­um ekki orku að selja því þá er nauðsyn­legt að grípa í taum­ana.“

Eng­inn skil­inn eft­ir

Krist­ín Linda seg­ir öllu máli skipta að orku­skipt­in verði sann­gjörn. „Með sann­gjörn­um orku­skipt­um á ég við að tekið verði til­lit til allra sem málið snert­ir, eng­inn verði skil­inn eft­ir. Auk­in græn orku­vinnsla er ekki bara mál orku­fyr­ir­tækja eða at­vinnu­lífs­ins. Hún snert­ir heim­il­in og auðvitað er snerti­flöt­ur­inn við íbúa nærsam­fé­lags afl­stöðva mjög stór. Við hjá Lands­virkj­un höf­um alltaf kapp­kostað að vera góður granni og verðum það áfram.“

Því hef­ur verið haldið á lofti að hærra verð á grænni orku hvetji orku­fyr­ir­tæki heims­ins til að auka slíka vinnslu. „Það er sjálfsagt rétt, en má ekki vera eina atriðið sem litið er til. Það gleym­ist stund­um að það eru heim­il­in sem líða fyr­ir hækk­andi orku­verð ef við höld­um ekki hlífiskildi yfir þeim. Við verðum að hafa sann­girn­ina að leiðarljósi.“

Hún lít­ur orku­skipt­in svipuðum aug­um og jafn­rétt­is­mál. „Núna þykir öll­um sjálfsagt að tekið sé til­lit til þarfa og skoðana allra, óháð kyni. Við sjá­um von­andi flest að jafn­rétti skil­ar betra sam­fé­lagi, sjá­um sann­girn­ina í því að við eig­um öll okk­ar full­trúa við ákv­arðana­töku um mik­il­væg mál.“

Hér á landi er hlut­fall kvenna í stjórn­um og stjórn­enda­stöðum orku­fyr­ir­tækja hærra en víðast hvar. „Við mun­um ekki snúa af þeirri leið. Ég er sann­færð um að veg­ferð okk­ar í jafn­rétt­is­mál­um styður okk­ur í orku­skipt­un­um, því gríðarlega mik­il­væga verk­efni.“

Upp­lýs­inga­vef­ur um orku­ör­yggi

Sjá vefsíðu um raforkuöryggi

Orku­mál eru ekki ein­föld og umræður um hver skuli sjá hvaða hluta raf­orku­not­enda fyr­ir hversu mik­illi orku ekki bein­lín­is létt hjal. „Málið ein­fald­ast ef við leiðum hug­ann að raf­magni í dag­legu lífi í raf­knúna heim­in­um okk­ar,“ bend­ir Krist­ín Linda á. „Get­um við verið án raf­magns heima hjá okk­ur? Væri það ekki veru­legt inn­grip í líf okk­ar ef við yrðum að sæta skerðing­um, til dæm­is á ákveðnum dög­um? Hvernig myndi vinnustaður­inn okk­ar þola raf­magns­leysi, til lengri eða skemmri tíma? Eft­ir­spurn eft­ir raf­orku er vissu­lega mik­il. En við hljót­um að setja heim­il­in okk­ar og vinnustaði í fyrsta sæti.“

Framtíðar­sýn Lands­virkj­un­ar er sjálf­bær heim­ur, knú­inn end­ur­nýj­an­legri orku. „Við stefn­um áfram ótrauð að þeirri framtíð og á leið þangað mun­um við nýta orku­auðlind­ir þjóðar­inn­ar á ábyrg­an og hag­kvæm­an hátt, hér eft­ir sem hingað til.“

Krist­ín Linda seg­ir að Lands­virkj­un sé líka um­hugað um að skýra stöðuna á raf­orku­markaðnum fyr­ir eig­end­um sín­um, ís­lensku þjóðinni. „Málið snert­ir orku­auðlind­ir og orku­ör­yggi þjóðar­inn­ar. Við höf­um nú sett á lagg­irn­ar vef um raf­orku­ör­yggi, þar sem staðan er skýrð á ein­fald­an hátt. Von­andi nýt­ist sá fróðleik­ur sem flest­um.“