Um Búrfellslund
Landsvirkjun hefur um árabil unnið að rannsóknum og undirbúningi vindorkuvers á hraun- og sandsléttunni austan Þjórsár og á Hafinu, þar sem við rekum nú þegar tvær vindmyllur í rannsóknarskyni. Vindorkuverið hefur gengið undir vinnuheitinu Búrfellslundur og er hann fyrirhugaður á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, stærsta aflsvæði Landsvirkjunar, en þar eru sjö af vatnsaflsstöðvum okkar í rekstri.
Í vindorkuverinu sem rís við Vaðöldu verða tæplega 30 vindmyllur á 17 ferkílómetra svæði og vonir standa til þess að spaðar þessa fyrsta vindorkuvers landsins verði farnir að snúast í lok árs 2026.